Hvenær skila kjötinnflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Steinþór Skúlason skrifar 25. maí 2018 07:00 Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar