Hvenær skila kjötinnflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Steinþór Skúlason skrifar 25. maí 2018 07:00 Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun