Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar