Oddvitaáskorunin: Skildi peningalausan Guðlaug Þór eftir á veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 20:00 Ármann Kr. Ólafsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ármann Kr. Ólafsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ármann er fæddur á Akureyri, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, en hluta námsins tók hann sem markaðsfræði við University of West Florida. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1998 en bæjarstjóri síðan 2012.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Barðaströndin eins og hún leggur sigHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Öxnadalnum, á Þverá þar sem ég bjó sem barn og hafði Hraundranga fyrir framan mig á hverjum degi og bæinn Hraun þar sem Jónas Hallgrímsson bjó. Hann hefur þó betur þegar kemur að því að semja ljóð.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góður indverskurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Naut bernése með frönskumUppáhalds „guilty pleasure“ lag? John mogensen-Så længe jeg lever. Vekur upp góða minningar þar sem ég var vakinn upp við þetta lag til að fara í fjós í sveitinni hjá Hauki bónda í Melgerði í gamla daga. Komst svo að því síðar að Steinar Þór Sveinsson vinur minn var haldinn sama veikleika að fíla þennan gæja þannig að þetta er gjarnan spilað þegar við hittumst og fáum okkur öller við litlar undirtektir Alla Tobba.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Maður hefur lent í ýmsu í gegnum árin. Ætli það standi ekki upp úr þegar ég taldi mig vera að opna útidyrahurðina fyrir krökkunum en í ljós kom að það var nágrannakona mín sem var að koma með póst til mín sem hafði lent hjá henni. Förum ekki nánar út í það hvernig ég var klæddur en þetta var um morguninn.Draumaferðalagið? Ferðast um AsíuTrúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að sálin ferðist til annarra vídda.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var allavega fyndið á Menntaskólaárunum þegar Guðlaugur Þór bað mig að lána sér pening þar sem við vorum bekkjarfélagarnir að fara á hlaðborð saman. Hann hljóp inn á staðinn til þess að hamstra flatbrauðið sem oft var að skornum skammti. Við hinir sáum okkur leik á borði og fórum á annan veitingastað í nágrenninu. Guðlaugur reyndi að drepa tímann, sat og borðaði langt fram eftir degi og þurfti svo að kjafta sig peningalaus út úr vandræðunum. En það var góð æfing sem hefur nýst honum vel í hans störfum.Hundar eða kettir? Hundur. Reyndar eru tveir kettir og hundur á heimilinu. Hektor er flottur tæplega tveggja ára labbi, albróðir Kols hennar Rikku. Fínt að fara með hann út labba….hann stuðlar að betra formi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Turner & Hooch með Tom Hanks. Sá hana fyrst í Bandaríkjunum árið 1989 þegar ég var í UWF í skiptiprógrammi frá HÍ. Laumaðist svo til að sjá hana aftur þegar ég kom til landsins enda voru myndir stundum svolítið lengi til landsins á þeim tíma.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Charlie Sheen.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?Eigum við ekki bara að segja Stark, maður er náttúrulega að norðan.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Fyrir of hraðann akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar mest á tónleika þessa stundina með Bruce Springsteeen.Uppáhalds bókin? Hýbýli vindanna.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískaldur.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari með kokteilsósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Ég er búinn með sólarstrandarpakkann, hann er frá. Kýs frekar menninguna í breiðum skilningi þess orðs.Hefur þú pissað í sundlaug? Hver hefur ekki pissað í sundlaug, man reyndar ekki eftir því.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Síðan hittumst við aftur, með Helga Björns.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Mér finnst alltaf að það megi sópa betur, en mitt fólk stendur sig vel í að passa það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar, ég var varnarmaður í Þór á Akureyri eins og æfði handbolta eins og hann, er úr þorpinu eins og hann. En þó er einn stór munur á okkur……Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ármann Kr. Ólafsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ármann er fæddur á Akureyri, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, en hluta námsins tók hann sem markaðsfræði við University of West Florida. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1998 en bæjarstjóri síðan 2012.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Barðaströndin eins og hún leggur sigHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Öxnadalnum, á Þverá þar sem ég bjó sem barn og hafði Hraundranga fyrir framan mig á hverjum degi og bæinn Hraun þar sem Jónas Hallgrímsson bjó. Hann hefur þó betur þegar kemur að því að semja ljóð.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góður indverskurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Naut bernése með frönskumUppáhalds „guilty pleasure“ lag? John mogensen-Så længe jeg lever. Vekur upp góða minningar þar sem ég var vakinn upp við þetta lag til að fara í fjós í sveitinni hjá Hauki bónda í Melgerði í gamla daga. Komst svo að því síðar að Steinar Þór Sveinsson vinur minn var haldinn sama veikleika að fíla þennan gæja þannig að þetta er gjarnan spilað þegar við hittumst og fáum okkur öller við litlar undirtektir Alla Tobba.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Maður hefur lent í ýmsu í gegnum árin. Ætli það standi ekki upp úr þegar ég taldi mig vera að opna útidyrahurðina fyrir krökkunum en í ljós kom að það var nágrannakona mín sem var að koma með póst til mín sem hafði lent hjá henni. Förum ekki nánar út í það hvernig ég var klæddur en þetta var um morguninn.Draumaferðalagið? Ferðast um AsíuTrúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að sálin ferðist til annarra vídda.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var allavega fyndið á Menntaskólaárunum þegar Guðlaugur Þór bað mig að lána sér pening þar sem við vorum bekkjarfélagarnir að fara á hlaðborð saman. Hann hljóp inn á staðinn til þess að hamstra flatbrauðið sem oft var að skornum skammti. Við hinir sáum okkur leik á borði og fórum á annan veitingastað í nágrenninu. Guðlaugur reyndi að drepa tímann, sat og borðaði langt fram eftir degi og þurfti svo að kjafta sig peningalaus út úr vandræðunum. En það var góð æfing sem hefur nýst honum vel í hans störfum.Hundar eða kettir? Hundur. Reyndar eru tveir kettir og hundur á heimilinu. Hektor er flottur tæplega tveggja ára labbi, albróðir Kols hennar Rikku. Fínt að fara með hann út labba….hann stuðlar að betra formi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Turner & Hooch með Tom Hanks. Sá hana fyrst í Bandaríkjunum árið 1989 þegar ég var í UWF í skiptiprógrammi frá HÍ. Laumaðist svo til að sjá hana aftur þegar ég kom til landsins enda voru myndir stundum svolítið lengi til landsins á þeim tíma.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Charlie Sheen.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?Eigum við ekki bara að segja Stark, maður er náttúrulega að norðan.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Fyrir of hraðann akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar mest á tónleika þessa stundina með Bruce Springsteeen.Uppáhalds bókin? Hýbýli vindanna.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískaldur.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari með kokteilsósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Ég er búinn með sólarstrandarpakkann, hann er frá. Kýs frekar menninguna í breiðum skilningi þess orðs.Hefur þú pissað í sundlaug? Hver hefur ekki pissað í sundlaug, man reyndar ekki eftir því.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Síðan hittumst við aftur, með Helga Björns.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Mér finnst alltaf að það megi sópa betur, en mitt fólk stendur sig vel í að passa það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar, ég var varnarmaður í Þór á Akureyri eins og æfði handbolta eins og hann, er úr þorpinu eins og hann. En þó er einn stór munur á okkur……Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira