Airwaves fær 22 milljónir Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2018 06:00 Það var troðfullt á Hlíðarenda þegar Mumford and Sons tók lagið á síðustu hátíð. Vísir/ernir Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira