Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Sighvatur skrifar 26. maí 2018 08:30 Reglugerðinni er ætlað að styrkja réttindi einstaklinga í stafrænum heimi. Vísir/ernir Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34