Leitin að Arturi einsdæmi á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 26. maí 2018 06:00 Björgunarsveitamenn leituðu Arturs Jarmoszko meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi í fyrravor. Núna hafa líkamsleifar hans fundist. Artur sást síðast hinn 1. mars í fyrra á gangi eftir Suðurgötunni. Vísir/eyþór Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00
Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent