Maður getur líka verið einn og einmana í Vinabæ Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 11:00 Listamennirnir sem standa að Free Play, þau Borghildur Indriðadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Sveinbjörn Thorarensen og Hrafnhildur Gissurardóttir fyrir framan Vinabæ. Vísir/stefán „Þetta er mjög þverfaglegur hópur og höfundar verksins eru ég, Borghildur Indriðadóttir og Hrafnhildur Árnadóttir, þannig að þetta er mikill Hildarleikur,“ segir Hrafnhildur Gissurardóttir. En höfundaverkið sem hún vísar til er sýningin Free Play sem verður sýnd í bingósal Vinabæjar í Skipholti klukkan fimm í dag. Að sýningunni standa listamenn og hönnuðir úr ólíkum greinum og er útkoman um margt óvenjuleg en Hrafnhildur Gissurardóttir segir að upphafið að samstarfinu megi rekja til Hollands.Byrjaði allt í Amsterdam „Við Hrafnhildarnar kynntumst í Amsterdam en þá var ég að reka sýningarrými við hliðina á óperunni og hún að læra óperusöng. Ég fór oft á sýningar í óperunni og hún kom til mín á sýningar. Þannig að svona hófst samtalið sem hélt svo áfram í Berlín þar sem við kynntumst Borghildi en hún var í sama skóla og ég í mastersnáminu. Hún var að læra arkitektúr og ég að læra listfræði en hún hafði líka upplifað mikið af óperu þar sem pabbi hennar fór mikið með hana á sýningar þegar hún var yngri. Hún hafði líka reynslu úr leikhúsi í Berlín. Þannig að þetta svona sameinaði okkur að hafa allar verið talsvert í þessum stóru óperusölum þegar við kynnumst. Okkar samtal sem er svo núna orðið að sýningu byrjaði út frá þessum forsendum og eftir að við fluttum heim þá gerðist þetta hratt.“ Hrafnhildur segir að þær hafi sótt um í bæði Mynd- og Tónlistarsjóð og fengið úthlutanir sem nýttust vel til verksins. Það hafi hins vegar vantað tónlistarstjóra á verkefnið en sú leit hafi verið auðveld. „Það var eiginlega strax á fyrsta fundi að nafn Sveinbjarnar Thorarensen, sem margir þekkja undir listamannsnafninu Hermigervill, kom til tals. Hrafnhildur Árnadóttir þekkti tónlistina hans vel frá því í menntaskóla og ég þekkti hana vegna þess að ég bjó með honum í stóru húsnæði í eitt ár í Amsterdam þegar ég var enn við nám. En við þekktum hann fyrst og fremst sem listamann sem við vissum að mundi ekki vera hræddur við að stökkva út í djúpu laugina. Að hann væri rétti maðurinn til þess að taka þetta að sér vegna þess að hann er bæði opinn og skapandi og við treystum honum vel til verksins.“ La Traviata Spurð um hvaða verk hafi svo komið út úr þessu samtali ólíkra einstaklinga úr ólíkum en skapandi greinum segir Hrafnhildur að þær hafi ákveðið að taka fyrir hina frægu óperu Giuseppe Verdi, La Traviata. „Violetta er draumahlutverk Hrafnhildar Árnadóttur og hún kann verkið. Við erum að taka ákveðin skref í að gera óperuna aðgengilegri og taka hana úr hámenningarbúningnum. Og þess vegna lá vel við að taka einmitt óperu sem er mjög fræg og allir þekkja lög þaðan svona þegar þeir heyra þau án þess að vera endilega inni í óperuheiminum. Lög eða aríur á borð við Sempre libera eða Ávallt frjáls sem titill sýningarinnar vísar til. Það er dæmi um að við erum að taka þarna svona „best of“ plús fleiri til sem við vildum halda inni út af sögunni. En Hrafnhildur heldur uppi verkinu, er ein á sviðinu þessa klukkustund sem sýningin stendur, og er búin að vera gríðarlega hugrökk í gegnum allt þetta ferli.“ Hrafnhildur segir að þau leitist líka við að skapa í verkinu alveg einstakan hljóðheim sem bindur þetta saman. „Við erum að vinna með ákveðin lykilorð sem við göngum út frá, eins og neðansjávar og endurtekning, og nýtum okkur þau í ferlinu. Sveinbjörn vinnur með þennan hljóðheim og hann verður á svæðinu en ekki sviðinu. Þar sem rödd óperusöngkonunnar er gríðarlega sterk, hún þarf svo enga hjálp, þá þurfum við ákveðna hjálp til þess að setja rödd hennar inn í hljóðheim Sveinbjarnar. Hún verður því með lítinn hljóðnema og Sveinbjörn sér um að hljóðblanda og stilla þessu saman á staðnum.“ Verdi var pönkari Aðspurð um markmið verksins og áhersluna á óperuna segir Hrafnhildur að sitthvað við óperuheiminn hafi komið henni á óvart. „Ég var hissa hvað margir mynd- og tónlistarunnendur voru líka að fara í óperuna en kannski er það vegna þess að þarna sameinast svo mörg form. En að sama skapi þá erum við svolítið að gleyma því að Verdi var í því að brjóta reglur. Hann var pönkari síns tíma. Og nítjánda öldin er alls ekki heilög, það má vel hreyfa við ýmsu, og það má skoða ýmislegt á nýjan hátt. Það reyndist okkur líka mikilvægt að fá í lið með okkur Þórunni Maríu Jónsdóttur, leikmynda- og búningahönnuð, sem hugsaði þetta með okkur á rosalega skemmtilegan hátt.“ Aðspurð um það hvernig maður skilgreinir verk eða sýningu eins og Free Play segir Hrafnhildur að það fari eftir því hvern þú spyrð. „Ég segi innsetning og aðrir myndu segja tónverk eða ópera en við leitumst við að gera öllu jafn hátt undir höfði. Gætum þess að óperan sjálf verði ekki leikmunur á sviðinu. Við vinnum út frá henni, en erum ekki að staðfæra hana, skoðum í kjölinn sögu Violettu og tökum listrænar ákvarðanir út frá sögunni.“ Hrafnhildur hefur á orði að salurinn í Vinabæ hafi líka haft heilmikið gildi í þessu samhengi. „Þessi salur er alveg dásamlegur, dálítið eins tíminn hafi staðið í stað, en það var líka nafnið Vinabær sem höfðaði til okkar. Ekki síst í ljósi þess að Violetta upplifði sig eina og einangraða í borginni París sem hún kallaði yfirfulla eyðimörk. Þannig að við erum aðeins að tala um að maður getur verið einn og einmana í Vinabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
„Þetta er mjög þverfaglegur hópur og höfundar verksins eru ég, Borghildur Indriðadóttir og Hrafnhildur Árnadóttir, þannig að þetta er mikill Hildarleikur,“ segir Hrafnhildur Gissurardóttir. En höfundaverkið sem hún vísar til er sýningin Free Play sem verður sýnd í bingósal Vinabæjar í Skipholti klukkan fimm í dag. Að sýningunni standa listamenn og hönnuðir úr ólíkum greinum og er útkoman um margt óvenjuleg en Hrafnhildur Gissurardóttir segir að upphafið að samstarfinu megi rekja til Hollands.Byrjaði allt í Amsterdam „Við Hrafnhildarnar kynntumst í Amsterdam en þá var ég að reka sýningarrými við hliðina á óperunni og hún að læra óperusöng. Ég fór oft á sýningar í óperunni og hún kom til mín á sýningar. Þannig að svona hófst samtalið sem hélt svo áfram í Berlín þar sem við kynntumst Borghildi en hún var í sama skóla og ég í mastersnáminu. Hún var að læra arkitektúr og ég að læra listfræði en hún hafði líka upplifað mikið af óperu þar sem pabbi hennar fór mikið með hana á sýningar þegar hún var yngri. Hún hafði líka reynslu úr leikhúsi í Berlín. Þannig að þetta svona sameinaði okkur að hafa allar verið talsvert í þessum stóru óperusölum þegar við kynnumst. Okkar samtal sem er svo núna orðið að sýningu byrjaði út frá þessum forsendum og eftir að við fluttum heim þá gerðist þetta hratt.“ Hrafnhildur segir að þær hafi sótt um í bæði Mynd- og Tónlistarsjóð og fengið úthlutanir sem nýttust vel til verksins. Það hafi hins vegar vantað tónlistarstjóra á verkefnið en sú leit hafi verið auðveld. „Það var eiginlega strax á fyrsta fundi að nafn Sveinbjarnar Thorarensen, sem margir þekkja undir listamannsnafninu Hermigervill, kom til tals. Hrafnhildur Árnadóttir þekkti tónlistina hans vel frá því í menntaskóla og ég þekkti hana vegna þess að ég bjó með honum í stóru húsnæði í eitt ár í Amsterdam þegar ég var enn við nám. En við þekktum hann fyrst og fremst sem listamann sem við vissum að mundi ekki vera hræddur við að stökkva út í djúpu laugina. Að hann væri rétti maðurinn til þess að taka þetta að sér vegna þess að hann er bæði opinn og skapandi og við treystum honum vel til verksins.“ La Traviata Spurð um hvaða verk hafi svo komið út úr þessu samtali ólíkra einstaklinga úr ólíkum en skapandi greinum segir Hrafnhildur að þær hafi ákveðið að taka fyrir hina frægu óperu Giuseppe Verdi, La Traviata. „Violetta er draumahlutverk Hrafnhildar Árnadóttur og hún kann verkið. Við erum að taka ákveðin skref í að gera óperuna aðgengilegri og taka hana úr hámenningarbúningnum. Og þess vegna lá vel við að taka einmitt óperu sem er mjög fræg og allir þekkja lög þaðan svona þegar þeir heyra þau án þess að vera endilega inni í óperuheiminum. Lög eða aríur á borð við Sempre libera eða Ávallt frjáls sem titill sýningarinnar vísar til. Það er dæmi um að við erum að taka þarna svona „best of“ plús fleiri til sem við vildum halda inni út af sögunni. En Hrafnhildur heldur uppi verkinu, er ein á sviðinu þessa klukkustund sem sýningin stendur, og er búin að vera gríðarlega hugrökk í gegnum allt þetta ferli.“ Hrafnhildur segir að þau leitist líka við að skapa í verkinu alveg einstakan hljóðheim sem bindur þetta saman. „Við erum að vinna með ákveðin lykilorð sem við göngum út frá, eins og neðansjávar og endurtekning, og nýtum okkur þau í ferlinu. Sveinbjörn vinnur með þennan hljóðheim og hann verður á svæðinu en ekki sviðinu. Þar sem rödd óperusöngkonunnar er gríðarlega sterk, hún þarf svo enga hjálp, þá þurfum við ákveðna hjálp til þess að setja rödd hennar inn í hljóðheim Sveinbjarnar. Hún verður því með lítinn hljóðnema og Sveinbjörn sér um að hljóðblanda og stilla þessu saman á staðnum.“ Verdi var pönkari Aðspurð um markmið verksins og áhersluna á óperuna segir Hrafnhildur að sitthvað við óperuheiminn hafi komið henni á óvart. „Ég var hissa hvað margir mynd- og tónlistarunnendur voru líka að fara í óperuna en kannski er það vegna þess að þarna sameinast svo mörg form. En að sama skapi þá erum við svolítið að gleyma því að Verdi var í því að brjóta reglur. Hann var pönkari síns tíma. Og nítjánda öldin er alls ekki heilög, það má vel hreyfa við ýmsu, og það má skoða ýmislegt á nýjan hátt. Það reyndist okkur líka mikilvægt að fá í lið með okkur Þórunni Maríu Jónsdóttur, leikmynda- og búningahönnuð, sem hugsaði þetta með okkur á rosalega skemmtilegan hátt.“ Aðspurð um það hvernig maður skilgreinir verk eða sýningu eins og Free Play segir Hrafnhildur að það fari eftir því hvern þú spyrð. „Ég segi innsetning og aðrir myndu segja tónverk eða ópera en við leitumst við að gera öllu jafn hátt undir höfði. Gætum þess að óperan sjálf verði ekki leikmunur á sviðinu. Við vinnum út frá henni, en erum ekki að staðfæra hana, skoðum í kjölinn sögu Violettu og tökum listrænar ákvarðanir út frá sögunni.“ Hrafnhildur hefur á orði að salurinn í Vinabæ hafi líka haft heilmikið gildi í þessu samhengi. „Þessi salur er alveg dásamlegur, dálítið eins tíminn hafi staðið í stað, en það var líka nafnið Vinabær sem höfðaði til okkar. Ekki síst í ljósi þess að Violetta upplifði sig eina og einangraða í borginni París sem hún kallaði yfirfulla eyðimörk. Þannig að við erum aðeins að tala um að maður getur verið einn og einmana í Vinabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira