Innlent

Gríðarleg fagnaðarlæti á Grand Hotel og Hildur bjartsýn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur var í skýjunum eftir fyrstu tölur og gleði við völd á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Hildur var í skýjunum eftir fyrstu tölur og gleði við völd á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Grand Hotel þegar fyrstu tölur í Reykjavík voru kynntar. Þar fer kosningavaka Sjálfstæðiflokksins í borginni fram.

„Mér líður mjög vel,“ segir Hildur Björnsdóttir sem situr í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksnis í borginni. Miðað við fyrstu tölur er flokkurinn sá stærsti í borginni með 29,7 prósent.

Flokkurinn fengi átta bæjarfulltrúa yrði niðurstaðan svona sem er tvöföldun frá því 2014. Samfylkingin fær sjö menn samkvæmt nýjustu tölum.

„Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ segir Hildur. Hún sé bjartsýn, næstu dagar fari í að ræða málin og velta fyrir sér samstarfi við aðra flokka.

„Nóttin er ung en fyrstu tölur gefa góð fyrirheit,“ segir Hildur sem er opin fyrir öllum viðræðum við flokka í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta fulltrúa, Samfylkingin sjö, Viðreisn tvo og Vinstri græn tvo. Flokkur fólksins, Píratar, Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn fengju einn hver.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×