Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir sigur í Kaplakrika

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra fagnar marki á síðustu leiktíð en hún skoraði tvö í kvöld.
Sandra fagnar marki á síðustu leiktíð en hún skoraði tvö í kvöld. vísir/eyþór
Þór/KA rúllaði yfir FH í Kaplakrika, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslandsmeistararnir eru með fullt hús stiga en gestirnir gerðu út um leikinn á fyrstu 50 mínútum leiksins.

Það voru ekki liðnar nema þrettán mínútur er Þór/KA hafði náð forystunni. Sandra Stephany Mayor Gutierrez, borgarstjórinn, kom þá liðinu yfir og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Arna Sif Ásgrímsdóttir muninn.

Þór/KA konur voru ekki hættar. Á 51. mínútu skoraði Sandra Stephany annað mark sitt og þriðja mark Þór/KA og fjórum mínútum síðar kom Andrea Mist Pálsdóttir gestunum i 4-0.

Marjani Hing-Glover náði að klóra í bakkann fyrir FH áður en yfir lauk en lokatölur öruggur sigur Íslandsmeistarana í Krikanum, 4-1.

Þór/KA er eins og áður segir enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en FH er með þrjú stig eftir fimm leiki, í níunda sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×