Guðmundar- og Geirfinnsmál eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Munnlegur málflutningur verður 13. september næstkomandi en dóminn skipa Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Endurupptökunefnd féllst í fyrra á beiðnir dómfelldu um endurupptöku manndrápsdómanna en synjaði beiðni um endurupptöku dóma fyrir rangar sakargiftir. Erla Bolladóttir á því ekki aðild að málinu, ein hinna dómfelldu.
Davíð Þór Björgvinsson sækir málið af hálfu ákæruvaldsins en hann gerir kröfu um að hin dómfelldu verði sýknuð.

