Svekktur að vera ekki í landsliðinu: „Þetta er undir einum manni komið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 10:30 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017. vísir/getty Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Sjá meira
Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00