Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Viðreisn er með pálmann í höndunum. Vísir Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23