Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Viðreisn er með pálmann í höndunum. Vísir Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23