Sjáið Jón Jónsson og Frikka Dór kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 16:00 Frikki Dór Tónlistarmennirnir vinsælu og bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir hafa sett saman stutt og skemmtilegt myndband þar sem þeir kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni. Hreyfibingó UMFÍ er hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem stendur nú yfir. UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur þar alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Hreyfibingó UMFÍ er dæmi um öðruvísi hreyfingu sem gæti hentað mörgum. „Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður í viðtali við heimasíðu UMFÍ. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær. Þeir fara í ræktina nokkrum sinnum í viku til að gera Friðrik Dór fallegri áður en hann gengur í það heilaga í ágúst. Jón segir það ganga vel, Friðrik hafi nú misst 15 kíló. Hreyfibingóið er leikur sem UMFÍ bjó til í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ sem hófst í gær, 28. maí og stendur til 3. júní. Þetta er einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir börn og fullorðna, alla fjölskylduna, ættingja og vinina og hentar öllum aldurshópum. Jón segir að þeir félagar hafi verið við æfingar í líkamsræktinni í Kaplakrika í gær þegar þeir hittu Janus Guðlaugsson, sem var að þjálfa eldri borgara í bænum. Hann gaf þeim Hreyfibingóið og buff. Á vídeóinu sem þeir gerðu í gær og settu á Instagram-síðu Jón eru þeir allir með Hreyfivikubuff og má sjá Frikka Dór í núvitund, sem er einn af möguleikunum í Hreyfibingóinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Tónlistarmennirnir vinsælu og bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir hafa sett saman stutt og skemmtilegt myndband þar sem þeir kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni. Hreyfibingó UMFÍ er hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem stendur nú yfir. UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur þar alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Hreyfibingó UMFÍ er dæmi um öðruvísi hreyfingu sem gæti hentað mörgum. „Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður í viðtali við heimasíðu UMFÍ. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær. Þeir fara í ræktina nokkrum sinnum í viku til að gera Friðrik Dór fallegri áður en hann gengur í það heilaga í ágúst. Jón segir það ganga vel, Friðrik hafi nú misst 15 kíló. Hreyfibingóið er leikur sem UMFÍ bjó til í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ sem hófst í gær, 28. maí og stendur til 3. júní. Þetta er einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir börn og fullorðna, alla fjölskylduna, ættingja og vinina og hentar öllum aldurshópum. Jón segir að þeir félagar hafi verið við æfingar í líkamsræktinni í Kaplakrika í gær þegar þeir hittu Janus Guðlaugsson, sem var að þjálfa eldri borgara í bænum. Hann gaf þeim Hreyfibingóið og buff. Á vídeóinu sem þeir gerðu í gær og settu á Instagram-síðu Jón eru þeir allir með Hreyfivikubuff og má sjá Frikka Dór í núvitund, sem er einn af möguleikunum í Hreyfibingóinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira