Brauð oftar í ruslið því svínabú vilja það ekki Grétar Þór Sigurðsson skrifar 10. maí 2018 09:30 Svona litu gámar Kornsins við Hjallabrekku út á sunnudag. Vísir/Eyþór Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira