Oddvitaáskorunin: Svaf yfir sig og brunaði í Laugardalinn fyrir leik sem var í Smáranum Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2018 16:00 Pétur Hrafn og með flokksmeðlimum sínum Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Pétur Hrafn Sigurðsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Pétur Hrafn Sigurðsson, fæddur Reykvíkingur en giftist fyrir 30 árum Sigrúnu Jónsdóttur, innfæddri Kópavogsmær og hef búið með henni í Kópavogi síðan. Við eigum þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég lauk námi í sálfræði við HÍ, starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands en starfa nú sem deildarstjóri hjá Íslenskri getspá. Ég hef verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar undanfarin fjögur ár. Helstu áhugamálin eru íþróttir, útivist, ferðalög og lestur góðra bóka. Hef sérstaklega gaman af ferðalögum um Ísland og hef gengið mörg sumur á Hornströndum, farið á jökla og fjöll í góðra vina hópi. Ég vil berjast fyrir gildum jafnaðarstefnunnar, að öryggisnetið sé til staðar fyrir þá sem verða fyrir áföllum. Samfylkingin vill fjölbreyttari húsnæðisúrræði í Kópavogi til að koma til móts við ungt fólk, tekjulágt fólk og þá sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans þannig að leikskólavist verði í boði fyrir 12 mánaða börn og í því samhengi að bæta starfsaðstæður og kjör starfsfólks í leikskólum. Við viljum bæta þjónustu við börn sem þurfa á sérúrræðum að halda með því að bæta sérfræðiþjónustuna í grunnskólunum. Við viljum stytta vinnuviku starfsfólks í leik- og grunnskólum. Þannig fáum við fleiri ánægða starfsmenn sem kemur börnum okkar til góða.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Dyrfjöll á Borgarfirði Eystri og Stórurðin. Hljóp þar Dyrfjallahlaup síðasta sumar í dásamlegu veðri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Kópasker, næsti bær við Kópavog :)Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Gæsabringur eru ofarlega á listanum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Nautalund með heimalagaðri bernaissósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Gæti nefnt nokkur ABBA lög.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er af ýmsu að taka en eitt sinn átti ég að vera mættur á vináttulandsleik í körfubolta en ruglaðist á dögum. Þegar ég rankaði við mér ók ég eins og druslan dró, alveg að verða of seinn, niður í Laugardalshöll en þegar þangað var komið kannaðist enginn við landsleik þar. Þá var leikurinn í Smáranum, 300 metra frá heimili mínu.Draumaferðalagið? Ólympíuleikarnir í Tokyo 2020 að fylgjast með maraþonhlaupinu. Vonandi verður Arnar Pétursson þar meðal keppenda.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei því miður því það væri örugglega skemmtilegt ef svo væri.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Einn veturinn ákvað ég að nota strætó eða hjóla til að fara í vinnuna. Stundum á leiðinni heim var ég samferða vinnufélaga mínum sem býr í Hafnarfirði. Eitt sinn þegar ég fór út úr strætó í Hamraborginni og hurðin er að lokast kallar hann á eftir mér; „heyrðu Pétur, hvenær færðu svo bílprófið aftur?“ Ég stóð fyrir utan vagninn, gat engu svarað og sá hvernig aðrir farþegar horfðu á mig vorkunnaraugum þegar vagninn ók af stað.Hundar eða kettir? Hundar, hef átt í frekar misheppnuðum samböndum við ketti.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The good, the bad and the ugly.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Colin Firth, okkur hefur verið ruglað saman :)Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættin, búa í norðrinu og eru einu sósíaldemókratarnir í þáttunum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Egill Ólafsson.Uppáhalds bókin? Gerpla.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaldur bjór er alltaf góður.Uppáhalds þynnkumatur? Ristað brauð, egg, beikon, steiktir sveppir og tómatar.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning núna, en sólarströndin þegar börnin voru ung.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en hef migið í saltan sjóHvaða lag kemur þér í gírinn? Nína klikkar ekki.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Betri tengingar hjóla og göngustíga innan Kópavogs og milli sveitarfélaganna, sem er reyndar stórmál. Smámál er hræðileg umgengni við sumar atvinnuhúsalóðir t.d. Furugrund 3 þar sem 12 – 15 bílhræjum hefur verið lagt á bílastæðin við húsið. Þetta þarf að laga víða um bæinn.Á að banna flugelda? Nei en það má stytta tímann sem heimilt er að skjóta upp og skoða hvort hægt sé kaupa inn flugelda sem menga minna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Kári Árnason af því að leikirnir vinnast í vörninni. Varnarmennirnir fá kannski ekki mestu athyglina, en án þeirra vinnast ekki leikirnir. Þetta veit gamall hafsent úr fótboltanum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Pétur Hrafn Sigurðsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Pétur Hrafn Sigurðsson, fæddur Reykvíkingur en giftist fyrir 30 árum Sigrúnu Jónsdóttur, innfæddri Kópavogsmær og hef búið með henni í Kópavogi síðan. Við eigum þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég lauk námi í sálfræði við HÍ, starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands en starfa nú sem deildarstjóri hjá Íslenskri getspá. Ég hef verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar undanfarin fjögur ár. Helstu áhugamálin eru íþróttir, útivist, ferðalög og lestur góðra bóka. Hef sérstaklega gaman af ferðalögum um Ísland og hef gengið mörg sumur á Hornströndum, farið á jökla og fjöll í góðra vina hópi. Ég vil berjast fyrir gildum jafnaðarstefnunnar, að öryggisnetið sé til staðar fyrir þá sem verða fyrir áföllum. Samfylkingin vill fjölbreyttari húsnæðisúrræði í Kópavogi til að koma til móts við ungt fólk, tekjulágt fólk og þá sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans þannig að leikskólavist verði í boði fyrir 12 mánaða börn og í því samhengi að bæta starfsaðstæður og kjör starfsfólks í leikskólum. Við viljum bæta þjónustu við börn sem þurfa á sérúrræðum að halda með því að bæta sérfræðiþjónustuna í grunnskólunum. Við viljum stytta vinnuviku starfsfólks í leik- og grunnskólum. Þannig fáum við fleiri ánægða starfsmenn sem kemur börnum okkar til góða.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Dyrfjöll á Borgarfirði Eystri og Stórurðin. Hljóp þar Dyrfjallahlaup síðasta sumar í dásamlegu veðri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Kópasker, næsti bær við Kópavog :)Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Gæsabringur eru ofarlega á listanum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Nautalund með heimalagaðri bernaissósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Gæti nefnt nokkur ABBA lög.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er af ýmsu að taka en eitt sinn átti ég að vera mættur á vináttulandsleik í körfubolta en ruglaðist á dögum. Þegar ég rankaði við mér ók ég eins og druslan dró, alveg að verða of seinn, niður í Laugardalshöll en þegar þangað var komið kannaðist enginn við landsleik þar. Þá var leikurinn í Smáranum, 300 metra frá heimili mínu.Draumaferðalagið? Ólympíuleikarnir í Tokyo 2020 að fylgjast með maraþonhlaupinu. Vonandi verður Arnar Pétursson þar meðal keppenda.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei því miður því það væri örugglega skemmtilegt ef svo væri.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Einn veturinn ákvað ég að nota strætó eða hjóla til að fara í vinnuna. Stundum á leiðinni heim var ég samferða vinnufélaga mínum sem býr í Hafnarfirði. Eitt sinn þegar ég fór út úr strætó í Hamraborginni og hurðin er að lokast kallar hann á eftir mér; „heyrðu Pétur, hvenær færðu svo bílprófið aftur?“ Ég stóð fyrir utan vagninn, gat engu svarað og sá hvernig aðrir farþegar horfðu á mig vorkunnaraugum þegar vagninn ók af stað.Hundar eða kettir? Hundar, hef átt í frekar misheppnuðum samböndum við ketti.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The good, the bad and the ugly.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Colin Firth, okkur hefur verið ruglað saman :)Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættin, búa í norðrinu og eru einu sósíaldemókratarnir í þáttunum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Egill Ólafsson.Uppáhalds bókin? Gerpla.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaldur bjór er alltaf góður.Uppáhalds þynnkumatur? Ristað brauð, egg, beikon, steiktir sveppir og tómatar.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning núna, en sólarströndin þegar börnin voru ung.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en hef migið í saltan sjóHvaða lag kemur þér í gírinn? Nína klikkar ekki.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Betri tengingar hjóla og göngustíga innan Kópavogs og milli sveitarfélaganna, sem er reyndar stórmál. Smámál er hræðileg umgengni við sumar atvinnuhúsalóðir t.d. Furugrund 3 þar sem 12 – 15 bílhræjum hefur verið lagt á bílastæðin við húsið. Þetta þarf að laga víða um bæinn.Á að banna flugelda? Nei en það má stytta tímann sem heimilt er að skjóta upp og skoða hvort hægt sé kaupa inn flugelda sem menga minna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Kári Árnason af því að leikirnir vinnast í vörninni. Varnarmennirnir fá kannski ekki mestu athyglina, en án þeirra vinnast ekki leikirnir. Þetta veit gamall hafsent úr fótboltanum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira