Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Hafnafjörður er alla jafna friðsæll. Vísir/GVA Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00