Golf

Sex deila forystunni á Players | Tiger á pari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dustin Johnson slær teighöggið á sautjándu holu í gær.
Dustin Johnson slær teighöggið á sautjándu holu í gær. Getty
Sex kylfingar deila forystunni eftir fyrsta keppnishring Players-mótsins í golfi sem hófst í gær. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann lék á pari vallarins í gær, þrátt fyrir að hafa fengið örn á níundu holu.

Þeir sem eru á forystunni á sex höggum undir pari eru Dustin Johnson, Chesson Hadley, Matt Kuchar, Webb Simpson, Patrick Cantley - allir Bandaríkjamenn - sem og Svíinn Alex Noren.

Johnson spilaði frábærlega á fyrri níu í gær og fékk fimm fugla. Meistari síðasta árs, Kim Si-woo frá Suður-Kóreu, er svo höggi á eftir á fimm undir pari.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er á einu undir pari í 55. sæti ásamt fjölda annarra kylfinga og Woods er á pari sem fyrr segir í kringum 70. sætið. Hvorugur hefur því efni á að slaka á fyrir niðurskurðinn sem fer fram í lok annars keppnisdags.

Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17.00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×