Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2018 13:00 Andlit Íslands í Bandaríkjunum sendir frá sér drungalegt popplag sem fjallar meðal annars er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp. Vísir/Eyþór Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira