Var á sama tíma auðvelt og erfitt Hjörvar Ólafsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Það var mikil eftirvænting fyrir því að heyra 23 manna leikmannahópinn sem landsliðsþjálfarateymið hafði valið í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Vísir/Ernir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmenn hans tilkynntu í hádeginu í gær hvaða 23 leikmenn hlutu náð fyrir augum þeirra og verða fulltrúar liðsins í lokakeppni HM í Rússlandi í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í lokakeppni HM og því var rafmögnuð spenna í fundarsal KSÍ þegar myndbandi var smellt af stað sem innihélt á myndrænan hátt leikmannahóp liðsins. Miklar vangaveltur hafa verið á meðal knattspyrnuáhugamanna og sérfræðinga í knattspyrnuheiminum um það hvernig hópurinn myndi líta út og það mátti greina létti í andliti Heimis þegar hann tyllti sér við hlið blaðamanns Fréttablaðsins og ræddi valið á leikmönnum liðsins og næsta fasa í undirbúningi þess. Það var augljóst að Heimir var spenntur fyrir komandi verkefnum eins og vænta mátti. „Það er ákveðinn léttir að vera búinn að tilkynna hópinn. Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvernig hópurinn mun líta út. Það er gott að vera búinn að koma þessu frá sér. Nú tekur við sá tími þar sem valið er gagnrýnt og við munum svara því eftir föngum. Við erum mjög sáttir með þennan leikmannahóp,“ sagði Heimir um aðdraganda og eftirmála þess að hópurinn var tilkynntur. „Sem persóna þá var það vissulega mjög erfitt að þurfa að segja þeim leikmönnum, sem hafa verið lengi í hópnum og hafa tengst manni sterkum böndum, að þeir muni ekki taka þátt í stærsta verkefni íslenska liðsins. En sem þjálfari þá er þetta bara hluti af starfinu og eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert hægt að hlaupast undan því að að velja og hafna,“ sagði Heimir um það hvernig honum hafi verið innanbrjósts í gærmorgun. „Það kallaði hins vegar fram gæsahúð hvernig þeir leikmenn, sem fengu skilaboð um að þeir væru ekki í hópnum, tóku þeim fregnum. Þau einkenndust af fagmennsku, ósk um gott gengi og skilningi á þeirri ákvörðun sem við þurftum að taka. Það hlýjar mér um hjartarætur og sýnir svart á hvítu þá liðsheild og samhug sem einkennir þann hóp sem hefur spilað fyrir liðið undanfarin ár,“ sagði Heimir enn fremur um viðbrögð leikmanna sem voru nálægt hópnum.Færi á meiri afþreyingu Ákveðið hefur verið að íslenska liðið muni undirbúa sig að mestu leyti hér heima í aðdraganda keppninnar, en æft verður hér heima og síðustu tveir vináttulandsleikir fyrir mótið leiknir á Laugardalsvelli. Var sú ákvörðun tekin í samstarfi við leikmenn íslenska landsliðsins.Annar þeirra leikja er gegn Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í Noregi. Heimir segir að ýmsar ástæður liggi að baki því að breyta því hvernig undirbúningi liðsins er háttað frá því sem gert var fyrir EM 2016. „Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við Frakka í lokaleiknum okkar í Frakklandi að við vorum bæði andlega og líkamlega þreyttir. Það er alveg sama hversu samheldinn hópur er, það kemur ávallt þreyta þegar hann er búinn að vera lengi saman. Með því að vera hér heima þá gefst færi á fjölbreyttari afþreyingu, auk þess sem leikmenn og starfsfólk liðsins geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum sem ætti að lyfta andanum,“ sagði Heimir um þá ákvörðun að undirbúa liðið hér heima. Hann kveðst spenntur að mæta Lars á hliðarlínunni en hann stefnir, að sjálfsögðu, á sigur gegn Noregi. Þar að auki muni leikurinn nýtast vel til að fara yfir ákveðna hluti fyrir Heimsmeistaramótið. „Mér finnst það viðeigandi að Lars eigi þátt í því að undirbúa liðið fyrir þetta stóra verkefni. Hann á stóran þátt í uppgangi liðsins og ég lærði ofsalega mikið af honum. Fyrir utan það er Lars góður vinur minn og það er alltaf gaman að hitta hann. Það verður nýtt fyrir mér að takast á við hann á hliðarlínunni, en þetta verður bara gaman. Við munum nýta þessa leiki til þess að leyfa þeim, sem langt er liðið frá því að hafa spilað leik, að leika og til þess að fara yfir ákveðna þætti fyrir leikina á HM,“ sagði Heimir um leikina við Noreg og Gana sem fram fara á Laugardalsvelli 2. júní annars vegar og 9. júní hins vegar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmenn hans tilkynntu í hádeginu í gær hvaða 23 leikmenn hlutu náð fyrir augum þeirra og verða fulltrúar liðsins í lokakeppni HM í Rússlandi í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í lokakeppni HM og því var rafmögnuð spenna í fundarsal KSÍ þegar myndbandi var smellt af stað sem innihélt á myndrænan hátt leikmannahóp liðsins. Miklar vangaveltur hafa verið á meðal knattspyrnuáhugamanna og sérfræðinga í knattspyrnuheiminum um það hvernig hópurinn myndi líta út og það mátti greina létti í andliti Heimis þegar hann tyllti sér við hlið blaðamanns Fréttablaðsins og ræddi valið á leikmönnum liðsins og næsta fasa í undirbúningi þess. Það var augljóst að Heimir var spenntur fyrir komandi verkefnum eins og vænta mátti. „Það er ákveðinn léttir að vera búinn að tilkynna hópinn. Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvernig hópurinn mun líta út. Það er gott að vera búinn að koma þessu frá sér. Nú tekur við sá tími þar sem valið er gagnrýnt og við munum svara því eftir föngum. Við erum mjög sáttir með þennan leikmannahóp,“ sagði Heimir um aðdraganda og eftirmála þess að hópurinn var tilkynntur. „Sem persóna þá var það vissulega mjög erfitt að þurfa að segja þeim leikmönnum, sem hafa verið lengi í hópnum og hafa tengst manni sterkum böndum, að þeir muni ekki taka þátt í stærsta verkefni íslenska liðsins. En sem þjálfari þá er þetta bara hluti af starfinu og eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert hægt að hlaupast undan því að að velja og hafna,“ sagði Heimir um það hvernig honum hafi verið innanbrjósts í gærmorgun. „Það kallaði hins vegar fram gæsahúð hvernig þeir leikmenn, sem fengu skilaboð um að þeir væru ekki í hópnum, tóku þeim fregnum. Þau einkenndust af fagmennsku, ósk um gott gengi og skilningi á þeirri ákvörðun sem við þurftum að taka. Það hlýjar mér um hjartarætur og sýnir svart á hvítu þá liðsheild og samhug sem einkennir þann hóp sem hefur spilað fyrir liðið undanfarin ár,“ sagði Heimir enn fremur um viðbrögð leikmanna sem voru nálægt hópnum.Færi á meiri afþreyingu Ákveðið hefur verið að íslenska liðið muni undirbúa sig að mestu leyti hér heima í aðdraganda keppninnar, en æft verður hér heima og síðustu tveir vináttulandsleikir fyrir mótið leiknir á Laugardalsvelli. Var sú ákvörðun tekin í samstarfi við leikmenn íslenska landsliðsins.Annar þeirra leikja er gegn Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í Noregi. Heimir segir að ýmsar ástæður liggi að baki því að breyta því hvernig undirbúningi liðsins er háttað frá því sem gert var fyrir EM 2016. „Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við Frakka í lokaleiknum okkar í Frakklandi að við vorum bæði andlega og líkamlega þreyttir. Það er alveg sama hversu samheldinn hópur er, það kemur ávallt þreyta þegar hann er búinn að vera lengi saman. Með því að vera hér heima þá gefst færi á fjölbreyttari afþreyingu, auk þess sem leikmenn og starfsfólk liðsins geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum sem ætti að lyfta andanum,“ sagði Heimir um þá ákvörðun að undirbúa liðið hér heima. Hann kveðst spenntur að mæta Lars á hliðarlínunni en hann stefnir, að sjálfsögðu, á sigur gegn Noregi. Þar að auki muni leikurinn nýtast vel til að fara yfir ákveðna hluti fyrir Heimsmeistaramótið. „Mér finnst það viðeigandi að Lars eigi þátt í því að undirbúa liðið fyrir þetta stóra verkefni. Hann á stóran þátt í uppgangi liðsins og ég lærði ofsalega mikið af honum. Fyrir utan það er Lars góður vinur minn og það er alltaf gaman að hitta hann. Það verður nýtt fyrir mér að takast á við hann á hliðarlínunni, en þetta verður bara gaman. Við munum nýta þessa leiki til þess að leyfa þeim, sem langt er liðið frá því að hafa spilað leik, að leika og til þess að fara yfir ákveðna þætti fyrir leikina á HM,“ sagði Heimir um leikina við Noreg og Gana sem fram fara á Laugardalsvelli 2. júní annars vegar og 9. júní hins vegar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Sjá meira