Simpson jafnaði vallarmetið og leiðir með fimm höggum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 08:56 Það lak allt ofan í hjá Simpson í gær vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð. Simpson er á fimmtán höggum undir pari eftir fyrri hringina tvo og er með fimm högga forystu á Patrick Cantlay, Charl Schwartzel og Danny Lee í öðru sætinu.Add him to the list!@webbsimpson1 is the seventh player ever to shoot 63 at @THEPLAYERSChamp.#LiveUnderParpic.twitter.com/H15eZpkcMN — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Tiger Woods komst í naumlega í gegnum niðurskurðinn á mótinu, niðurskurðarlínan var við eitt högg undir pari sem er skor Woods eftir tvo hringi. Hann fór hringinn í gær á 71 höggi, spilaði mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla og einn skolla. Það voru engin smá nöfn í ráshóp með Woods, þeir Phil Mickelson og Rickie Fowler spiluðu með Woods og voru þeir kallaðir „ofurhópurinn.“ Woods var þó sá eini af þeim þremur sem komst í gegnum niðurskurðinn. Fowler, sem vann mótið 2015, lék einnig á 71 höggi í dag en þar sem hann fór fyrsta hringinn á 74 höggum endaði hann á einu höggi yfir pari og þarf að ljúka keppni. Mickelson átti hörmulegan dag á fimmtudag sem fór langt með að gera út um vonir hans og 73 högga hringur í gær tryggði það að hann hefði lokið keppni á samtals átta höggum yfir pari..@RickieFowler's ball got stuck in a tree. He tried just about EVERYTHING to get it back. pic.twitter.com/lF79LSQIRb — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy var að berjast við niðurskurðarlínunna á lokasprettinum í gærkvöld en endaði röngu megin við hana og mun ekki hefja leik í dag. Tvöfaldur skolli á 17. holu fór með vonir McIlroy en hann var á pari fyrir hana og því einu höggi undir pari samtals því hann fór fyrsta hring á 71 höggi. Hann náði ekki að vinna sér inn högg til baka á 18. braut og niðurstaðan samanlagt eitt högg yfir pari. Bein útsending frá þriðja degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð. Simpson er á fimmtán höggum undir pari eftir fyrri hringina tvo og er með fimm högga forystu á Patrick Cantlay, Charl Schwartzel og Danny Lee í öðru sætinu.Add him to the list!@webbsimpson1 is the seventh player ever to shoot 63 at @THEPLAYERSChamp.#LiveUnderParpic.twitter.com/H15eZpkcMN — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Tiger Woods komst í naumlega í gegnum niðurskurðinn á mótinu, niðurskurðarlínan var við eitt högg undir pari sem er skor Woods eftir tvo hringi. Hann fór hringinn í gær á 71 höggi, spilaði mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla og einn skolla. Það voru engin smá nöfn í ráshóp með Woods, þeir Phil Mickelson og Rickie Fowler spiluðu með Woods og voru þeir kallaðir „ofurhópurinn.“ Woods var þó sá eini af þeim þremur sem komst í gegnum niðurskurðinn. Fowler, sem vann mótið 2015, lék einnig á 71 höggi í dag en þar sem hann fór fyrsta hringinn á 74 höggum endaði hann á einu höggi yfir pari og þarf að ljúka keppni. Mickelson átti hörmulegan dag á fimmtudag sem fór langt með að gera út um vonir hans og 73 högga hringur í gær tryggði það að hann hefði lokið keppni á samtals átta höggum yfir pari..@RickieFowler's ball got stuck in a tree. He tried just about EVERYTHING to get it back. pic.twitter.com/lF79LSQIRb — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy var að berjast við niðurskurðarlínunna á lokasprettinum í gærkvöld en endaði röngu megin við hana og mun ekki hefja leik í dag. Tvöfaldur skolli á 17. holu fór með vonir McIlroy en hann var á pari fyrir hana og því einu höggi undir pari samtals því hann fór fyrsta hring á 71 höggi. Hann náði ekki að vinna sér inn högg til baka á 18. braut og niðurstaðan samanlagt eitt högg yfir pari. Bein útsending frá þriðja degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00