Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Þórdís Valsdóttir skrifar 13. maí 2018 09:27 Rúmlega áttatíu konur tóku þátt í mótmælunum. Vísir/Getty Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar.
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning