Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. maí 2018 08:00 Til hægri sést innsigli sem losnað hefur frá. Auka innsigli umboðsmanns sjást blá á hinni myndinni. Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira