Það gerðist aftur á móti á hafnaboltaleik í San Antonio um síðustu helgi. Þá þurfti að gera hlé á leiknum þar sem snákur hafði laumað sér inn á völlinn.
Þetta var ansi stór snákur sem virtist hafa mikinn áhuga á leiknum. Hann vildi koma sér í bestu mögulegu stöðu til þess að fylgjast með gangi mála.
Á endanum sögðu hugrakkir vallarstarfsmenn hingað og ekki lengra og handsömuðu snákinn. Hann hafði ekki greitt aðgangseyri og það er bannað að svindla sér á völlinn.
Myndband af þessari sérstöku uppákomu má sjá hér að neðan. Þess má geta að í leik liðanna daginn áður hafði köttur lauma sér inn á völlinn.