Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2018 07:00 Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smáralind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Vísir/ernir Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00