Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2018 09:00 Meghan Markle og Harry Bretaprins ganga í það heilaga á morgun. vísir/ap Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry prins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. Móðir Meghan Markle, Doria Ragland, er komin til Bretlands og mun hitta ömmu Harry, Elísabetu II Englandsdrottningu, í Windsor-kastala síðar í dag. Meghan og Harry munu vera með móður hennar þegar hún hittir drottninguna, en Doria hefur nú þegar hitt einhverja úr konungsfjölskyldunni, þar á meðal Karl Bretaprins, föður Harry, og bróður Harry, Vilhjálm Bretaprins. Karl Bretaprins mun fylgja Meghan upp að altarinu en konungsfjölskyldan tilkynnti þetta nú upp úr klukkan 9. Faðir Meghan, Thomas Markle, mun nefnilega ekki mæta í brúðkaupið af heilsufarsástæðum.Yfirlýsingin sem Meghan sendi frá sér vegna föður síns.vísir/apSagðist vonast til að faðir hennar fengi næði til að huga að heilsunni Meghan sendi frá sér yfirlýsingu vegna föður síns í gær þar sem hún staðfesti að hann muni ekki koma í brúðkaupið, en það var bandaríski slúðurmiðillinn TMZ sem greindi fyrst frá því að Thomas Markle myndi ekki mæta. Hann gekkst undir hjartaaðgerð á miðvikudagsmorgun og þarf töluverðan tíma til þess að ná fullum bata. Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Meghan að henni hefði alltaf þótt vænt um föður sinn og að hún vonaðist að hann fengi næði til að huga að heilsunni. Fjölmiðlar, og þá ekki síst gula pressan í Bretlandi, hafa farið mikinn undanfarnar vikur í fréttaflutningi sínum af föður Meghan. Þannig hefur gulu pressunni þótt hann heldur luralegur og ýjað að því að hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins. Ljósmyndahneyksli varpaði síðan skugga á brúðkaupið í vikunni þegar upp komst að Thomas Markle hafði reynt að bæta ímynd sína í bresku blöðunum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Olli það miklu fjaðrafoki.Þau Georg og Karlotta verða virkir þátttakendur í brúðkaupi stóra frænda.vísir/apVildi ekki gera upp á milli nánustu vinkvenna sinna Brúðkaupið verður í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala og hefst athöfnin klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. Kapellan var byggð árið 1475 og hafa ýmsar konunglegar athafnir farið þar fram í gegnum aldirnar, þar á meðal skírn Harry árið 1984 og blessun borgaralegs hjónabands Karls og Camillu Parker-Bowles árið 2005. Sex brúðarmeyjar og fjórir brúðarsveinar taka þátt í athöfninni. Öll eru þau yngri en átta ára og eru börn Vilhjálms og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, hinn fimm ára gamli Georg og hin þriggja ára gamla Karlotta á meðal þeirra. Engin aðalbrúðarmær (e. made of honour) verður hins vegar með þar sem Meghan vildi ekki þurfa að velja á milli sinna nánustu vinkvenna. Svaramaður Harry verður bróðir hans Vilhjálmur. 600 gestir verða í kapellunni þegar Meghan og Harry verða gefin saman en fyrir utan Windsor-kastala verða alls 2.640 gestir, allt almennir borgarar, sem munu fylgjast þegar parið mætir í kapelluna og fer síðan yfir í veisluna í brúðarvagninum.Claire Ptak, eigandi Violet Bakery, vinnur hér að brúðartertan.vísir/apSítrónur og ylliblóm í brúðartertunni Ferðin í vagninum verður í gegnum miðbæ Windsor og er áætlað að hún hefjist klukkan 13 að staðartíma, eða klukkan 12 að íslenskum tíma. Að henni lokinni hefst svo brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs. Gestgjafinn er sjálf drottningin. Verið er að leggja lokahönd á brúðartertuna sem boðið verður upp á í veislunni en bakarinn Claire Ptak, eigandi Violet Bakery í Austur-London, sér um baksturinn. Henni til aðstoðar eru sex aðrir bakarar sem hafa síðustu fimm daga unnið að kökunni í eldhúsum Buckingham-hallar. Kakan er í nokkrum lögum og eru sítrónur og ylliblóm í aðalhlutverki. Ptak hefur sagt að kakan verði borin fram á óhefðbundinn hátt en hún hefur ekki gert varaköku ef þessi misheppnast. „Þetta er kaka. Það getur ekki það mikið farið úrskeiðis,“ segir Ptak. Um kvöldið er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini en hún fer fram í húsinu Frogmore. Má búast við að þessi veisla verði aðalbrúðkaupspartýið, ef svo má að orði komast.Gríðarleg öryggisgæsla er við Windsor-kastala eins og gefur að skilja.vísir/apEyðir síðustu nóttinni með móður sinni Meghan mun eyða síðustu nótt sinni fyrir brúðkaupið með móður sinni á lúxushótelinu Cliveden House Hotel í Buchinghamskíri sem er um 14 kílómetra norður frá Windsor-kastala. Harry eyðir síðustu nóttinni í Dorchester Collection‘s Coworth Park í Ascot sem er í 24 kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem Meghan gistir. Herlegheitin verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu svo íslenskir aðdáendur konungsfjölskyldunnar ættu ekki að missa af neinu ef þeir verða fyrir framan skjáinn á morgun. Þá verður bein textalýsing á Vísi frá brúðkaupinu þar sem greint verður frá öllu því helsta sem fram fer. Byggt á fréttum BBC og Guardian. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um hver mun fylgja Meghan Markle upp að altarinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry prins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. Móðir Meghan Markle, Doria Ragland, er komin til Bretlands og mun hitta ömmu Harry, Elísabetu II Englandsdrottningu, í Windsor-kastala síðar í dag. Meghan og Harry munu vera með móður hennar þegar hún hittir drottninguna, en Doria hefur nú þegar hitt einhverja úr konungsfjölskyldunni, þar á meðal Karl Bretaprins, föður Harry, og bróður Harry, Vilhjálm Bretaprins. Karl Bretaprins mun fylgja Meghan upp að altarinu en konungsfjölskyldan tilkynnti þetta nú upp úr klukkan 9. Faðir Meghan, Thomas Markle, mun nefnilega ekki mæta í brúðkaupið af heilsufarsástæðum.Yfirlýsingin sem Meghan sendi frá sér vegna föður síns.vísir/apSagðist vonast til að faðir hennar fengi næði til að huga að heilsunni Meghan sendi frá sér yfirlýsingu vegna föður síns í gær þar sem hún staðfesti að hann muni ekki koma í brúðkaupið, en það var bandaríski slúðurmiðillinn TMZ sem greindi fyrst frá því að Thomas Markle myndi ekki mæta. Hann gekkst undir hjartaaðgerð á miðvikudagsmorgun og þarf töluverðan tíma til þess að ná fullum bata. Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Meghan að henni hefði alltaf þótt vænt um föður sinn og að hún vonaðist að hann fengi næði til að huga að heilsunni. Fjölmiðlar, og þá ekki síst gula pressan í Bretlandi, hafa farið mikinn undanfarnar vikur í fréttaflutningi sínum af föður Meghan. Þannig hefur gulu pressunni þótt hann heldur luralegur og ýjað að því að hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins. Ljósmyndahneyksli varpaði síðan skugga á brúðkaupið í vikunni þegar upp komst að Thomas Markle hafði reynt að bæta ímynd sína í bresku blöðunum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Olli það miklu fjaðrafoki.Þau Georg og Karlotta verða virkir þátttakendur í brúðkaupi stóra frænda.vísir/apVildi ekki gera upp á milli nánustu vinkvenna sinna Brúðkaupið verður í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala og hefst athöfnin klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. Kapellan var byggð árið 1475 og hafa ýmsar konunglegar athafnir farið þar fram í gegnum aldirnar, þar á meðal skírn Harry árið 1984 og blessun borgaralegs hjónabands Karls og Camillu Parker-Bowles árið 2005. Sex brúðarmeyjar og fjórir brúðarsveinar taka þátt í athöfninni. Öll eru þau yngri en átta ára og eru börn Vilhjálms og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, hinn fimm ára gamli Georg og hin þriggja ára gamla Karlotta á meðal þeirra. Engin aðalbrúðarmær (e. made of honour) verður hins vegar með þar sem Meghan vildi ekki þurfa að velja á milli sinna nánustu vinkvenna. Svaramaður Harry verður bróðir hans Vilhjálmur. 600 gestir verða í kapellunni þegar Meghan og Harry verða gefin saman en fyrir utan Windsor-kastala verða alls 2.640 gestir, allt almennir borgarar, sem munu fylgjast þegar parið mætir í kapelluna og fer síðan yfir í veisluna í brúðarvagninum.Claire Ptak, eigandi Violet Bakery, vinnur hér að brúðartertan.vísir/apSítrónur og ylliblóm í brúðartertunni Ferðin í vagninum verður í gegnum miðbæ Windsor og er áætlað að hún hefjist klukkan 13 að staðartíma, eða klukkan 12 að íslenskum tíma. Að henni lokinni hefst svo brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs. Gestgjafinn er sjálf drottningin. Verið er að leggja lokahönd á brúðartertuna sem boðið verður upp á í veislunni en bakarinn Claire Ptak, eigandi Violet Bakery í Austur-London, sér um baksturinn. Henni til aðstoðar eru sex aðrir bakarar sem hafa síðustu fimm daga unnið að kökunni í eldhúsum Buckingham-hallar. Kakan er í nokkrum lögum og eru sítrónur og ylliblóm í aðalhlutverki. Ptak hefur sagt að kakan verði borin fram á óhefðbundinn hátt en hún hefur ekki gert varaköku ef þessi misheppnast. „Þetta er kaka. Það getur ekki það mikið farið úrskeiðis,“ segir Ptak. Um kvöldið er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini en hún fer fram í húsinu Frogmore. Má búast við að þessi veisla verði aðalbrúðkaupspartýið, ef svo má að orði komast.Gríðarleg öryggisgæsla er við Windsor-kastala eins og gefur að skilja.vísir/apEyðir síðustu nóttinni með móður sinni Meghan mun eyða síðustu nótt sinni fyrir brúðkaupið með móður sinni á lúxushótelinu Cliveden House Hotel í Buchinghamskíri sem er um 14 kílómetra norður frá Windsor-kastala. Harry eyðir síðustu nóttinni í Dorchester Collection‘s Coworth Park í Ascot sem er í 24 kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem Meghan gistir. Herlegheitin verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu svo íslenskir aðdáendur konungsfjölskyldunnar ættu ekki að missa af neinu ef þeir verða fyrir framan skjáinn á morgun. Þá verður bein textalýsing á Vísi frá brúðkaupinu þar sem greint verður frá öllu því helsta sem fram fer. Byggt á fréttum BBC og Guardian. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um hver mun fylgja Meghan Markle upp að altarinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00