Ólafía líklega úr leik eftir slæman lokasprett Ísak Jasonarson skrifar 18. maí 2018 17:45 Ólafía Þórunn missteig sig á síðustu tveimur holunum í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira