Megrunarsleikibrjóstsykur Kim Kardashian lagðist illa í aðdáendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 19:58 Hér má sjá auglýsinguna umdeildu. Instagram/Kim Kardashian Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT
Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30