Aðdáendur gera sér glaðan dag Kristjana Guðbrandsdóttir og Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 19. maí 2018 07:45 Frímann Sigurðsson, Eva Laufey Kjaran og Baldvin Þormóðsson. Mynd/Samsett Það eru svo sannarlega margir sem gleðjast með konunglegu brúðhjónunum um helgina. Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum royalistum fyrir stóra daginn.Baldvin Þormóðsson.Mynd/fréttablaðiðBaldvin Þormóðsson, hugmyndasmiður hjá Pipar/TBWA auglýsingastofu.Ert þú royalisti? Ég myndi ekki kalla mig royalista en ég hef haft dálæti á bresku konungsfjölskyldunni síðan ég bjó í London þegar ég var í námi. Þá tók ég þá ákvörðun að tileinka mér algjörlega breska menningu. Ég man þegar ég var nýfluttur út og sat á breskum pöbb í Camden. Klukkan að slá í miðnætti og mikil læti þegar gamall breskur maður stendur á fætur og byrjar að syngja hástöfum God Save the Queen. Staðurinn þagnar og allir standa upp og taka undir. Þá fyrst fann ég fyrir því hvað breska krúnan er mikið sameiningartákn fyrir Breta.Hvað á að gera á stóra daginn? Ætli ég byrji ekki daginn á stórum „english breakfast“, bóni síðan Land Roverinn, hnýti á mig slaufu og rölti rakleiðis á næsta bar með helgarblað Fréttablaðsins og Hendrick’s gin og tónik að fylgjast með ósköpunum í beinni útsendingu í snjallsímanum.Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Ég hef alveg annað augað með þeim en þrátt fyrir að hafa í grunninn mjög gaman af drama þá vil ég helst að þeim líði bara vel og allir hressir hver í sínum kastala með góðan bjór og BBC Two.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Mér finnst oft gott að hita upp fyrir tyllidaga með því að klæða mig í mín fínustu föt daginn fyrir. Eins og 30. desember, daginn fyrir aðfangadag, 16. júní og slíkt. Það tekur pressuna af sjálfum deginum. Þá eru fötin líka aðeins þægilegri á sjálfum deginum. Mæli með!Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Mér finnst þau æði. Það eiga allir skilið að finna ástina og ég vona að þau eigi eftir að eiga langa og hamingjusama ævi saman.Frímann Sigurðsson.Frímann Sigurðsson. verkefnastjóri og gestgjafiErt þú royalisti? Já, ég held að ég verði að viðurkenna að í mér býr lítill konungssinni/royalisti sem laumar konunglegu slúðri með í handfarangur á ferðalögum og fylgist með útvöldum aðilum konungsfjölskyldna á samfélagsmiðlum.Hvað á að gera á stóra daginn? Á meðan kampavínið kælist skokka ég beinn í baki út í Brauð og co. og kaupi ríflegan skammt. Þegar heim er komið er lagt hátíðlega á borð, slökkt á símanum, kampavínið opnað og skellt sér í hæfilega þægilegan hátíðargalla. Stærsta áskorun dagsins er að finna út hvaða sjónvarpsstöð er með bestu beinu útsendinguna.Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Ég hef ekki sérstaklega hátt um það en mér gengi eflaust ágætlega í spurningakeppni um kóngafólk almennt og þá allra helst um skandinavísku konungsfjölskyldurnar. Í júlí ár hvert fagna ég svo afmæli Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar þar sem við eigum sama afmælisdag.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Að sjálfsögðu, ég fer m.a. í gullklossana sem voru sérpantaðir frá Svíþjóð og mér færðir að gjöf og eru nýttir við hátíðleg tilefni líkt og þetta konunglega brúðkaup. Lets just say I never dress down … ever.Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Brúðhjónin virðast vera ástfangin og hamingjusöm sem er alltaf ákaflega fallegt. Ég óska þeim alls hins besta og vona að þau eigi eftir að láta mikið gott af sér leiða í gegnum störf sín í þágu mannúðarmála og mannréttinda.Eva Laufey Kjaran.Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2Ert þú royalisti? Já, ætli það ekki. Ég hef að minnsta kosti vandræðalega mikinn áhuga á þessu ágæta fólki og leiðist ekki að fylgjast með því. Ég er níræð í anda og það á vel við mig – á milli þess sem ég fylgist með Kardashian-systrum. Ég passa mig að hafa jafnvægi í þessu.Hvað á að gera á stóra daginn? Í fyrsta lagi mun ég troða mér í brúðarkjólinn minn, hver segir að notagildi þessara brúðarkjóla sé ekki gott? Djók. Samt ekki. Afmælið mitt og brúðkaupið eru í sömu viku, sem er engin tilviljun og þess vegna ætla ég að baka eina köku og fá mér eins og eitt kampavínsglas í góðum félagsskap. Fæ því til mín þær vinkonur mínar sem eru til í kampavínsdrykkju um hádegisbil, það á vissulega við flestar en þær sem búa nálægt og vilja fagna þessum degi almennilega eru velkomnar. Þetta er þó mjög óformlegt, en ég vona að ég endi ekki ein í brúðarkjólnum með kökusneið og kampavín!Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Já það geri ég, alveg óviljandi hef ég mikinn áhuga á þessu fólki og þau eru svo mikið í fréttum að óhjákvæmilega kemst maður ekki hjá því en að fylgjast með þeim... og svo auðvitað gúggla ég þau af og til. Jájá.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Það er vissulega nauðsynlegt að klæða sig upp í tilefni dagsins, það þarf að fanga þessa stemningu!Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Mjög vel eins og með öll tilvonandi brúðhjón, það væri verra að lítast illa á þau. En ég var í fæðingarorlofi og horfði svolítið á Suits og finnst Meghan einstaklega flott kona. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Sjá meira
Það eru svo sannarlega margir sem gleðjast með konunglegu brúðhjónunum um helgina. Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum royalistum fyrir stóra daginn.Baldvin Þormóðsson.Mynd/fréttablaðiðBaldvin Þormóðsson, hugmyndasmiður hjá Pipar/TBWA auglýsingastofu.Ert þú royalisti? Ég myndi ekki kalla mig royalista en ég hef haft dálæti á bresku konungsfjölskyldunni síðan ég bjó í London þegar ég var í námi. Þá tók ég þá ákvörðun að tileinka mér algjörlega breska menningu. Ég man þegar ég var nýfluttur út og sat á breskum pöbb í Camden. Klukkan að slá í miðnætti og mikil læti þegar gamall breskur maður stendur á fætur og byrjar að syngja hástöfum God Save the Queen. Staðurinn þagnar og allir standa upp og taka undir. Þá fyrst fann ég fyrir því hvað breska krúnan er mikið sameiningartákn fyrir Breta.Hvað á að gera á stóra daginn? Ætli ég byrji ekki daginn á stórum „english breakfast“, bóni síðan Land Roverinn, hnýti á mig slaufu og rölti rakleiðis á næsta bar með helgarblað Fréttablaðsins og Hendrick’s gin og tónik að fylgjast með ósköpunum í beinni útsendingu í snjallsímanum.Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Ég hef alveg annað augað með þeim en þrátt fyrir að hafa í grunninn mjög gaman af drama þá vil ég helst að þeim líði bara vel og allir hressir hver í sínum kastala með góðan bjór og BBC Two.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Mér finnst oft gott að hita upp fyrir tyllidaga með því að klæða mig í mín fínustu föt daginn fyrir. Eins og 30. desember, daginn fyrir aðfangadag, 16. júní og slíkt. Það tekur pressuna af sjálfum deginum. Þá eru fötin líka aðeins þægilegri á sjálfum deginum. Mæli með!Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Mér finnst þau æði. Það eiga allir skilið að finna ástina og ég vona að þau eigi eftir að eiga langa og hamingjusama ævi saman.Frímann Sigurðsson.Frímann Sigurðsson. verkefnastjóri og gestgjafiErt þú royalisti? Já, ég held að ég verði að viðurkenna að í mér býr lítill konungssinni/royalisti sem laumar konunglegu slúðri með í handfarangur á ferðalögum og fylgist með útvöldum aðilum konungsfjölskyldna á samfélagsmiðlum.Hvað á að gera á stóra daginn? Á meðan kampavínið kælist skokka ég beinn í baki út í Brauð og co. og kaupi ríflegan skammt. Þegar heim er komið er lagt hátíðlega á borð, slökkt á símanum, kampavínið opnað og skellt sér í hæfilega þægilegan hátíðargalla. Stærsta áskorun dagsins er að finna út hvaða sjónvarpsstöð er með bestu beinu útsendinguna.Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Ég hef ekki sérstaklega hátt um það en mér gengi eflaust ágætlega í spurningakeppni um kóngafólk almennt og þá allra helst um skandinavísku konungsfjölskyldurnar. Í júlí ár hvert fagna ég svo afmæli Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar þar sem við eigum sama afmælisdag.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Að sjálfsögðu, ég fer m.a. í gullklossana sem voru sérpantaðir frá Svíþjóð og mér færðir að gjöf og eru nýttir við hátíðleg tilefni líkt og þetta konunglega brúðkaup. Lets just say I never dress down … ever.Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Brúðhjónin virðast vera ástfangin og hamingjusöm sem er alltaf ákaflega fallegt. Ég óska þeim alls hins besta og vona að þau eigi eftir að láta mikið gott af sér leiða í gegnum störf sín í þágu mannúðarmála og mannréttinda.Eva Laufey Kjaran.Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2Ert þú royalisti? Já, ætli það ekki. Ég hef að minnsta kosti vandræðalega mikinn áhuga á þessu ágæta fólki og leiðist ekki að fylgjast með því. Ég er níræð í anda og það á vel við mig – á milli þess sem ég fylgist með Kardashian-systrum. Ég passa mig að hafa jafnvægi í þessu.Hvað á að gera á stóra daginn? Í fyrsta lagi mun ég troða mér í brúðarkjólinn minn, hver segir að notagildi þessara brúðarkjóla sé ekki gott? Djók. Samt ekki. Afmælið mitt og brúðkaupið eru í sömu viku, sem er engin tilviljun og þess vegna ætla ég að baka eina köku og fá mér eins og eitt kampavínsglas í góðum félagsskap. Fæ því til mín þær vinkonur mínar sem eru til í kampavínsdrykkju um hádegisbil, það á vissulega við flestar en þær sem búa nálægt og vilja fagna þessum degi almennilega eru velkomnar. Þetta er þó mjög óformlegt, en ég vona að ég endi ekki ein í brúðarkjólnum með kökusneið og kampavín!Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Já það geri ég, alveg óviljandi hef ég mikinn áhuga á þessu fólki og þau eru svo mikið í fréttum að óhjákvæmilega kemst maður ekki hjá því en að fylgjast með þeim... og svo auðvitað gúggla ég þau af og til. Jájá.Klæðir þú þig í sparigallann í virðingarskyni? Það er vissulega nauðsynlegt að klæða sig upp í tilefni dagsins, það þarf að fanga þessa stemningu!Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Mjög vel eins og með öll tilvonandi brúðhjón, það væri verra að lítast illa á þau. En ég var í fæðingarorlofi og horfði svolítið á Suits og finnst Meghan einstaklega flott kona.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Sjá meira
Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37
Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15