Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. maí 2018 07:30 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira