Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. maí 2018 07:30 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira