Bók um sögu erfðafræðinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:00 "Það hefur ótrúlega lítið verið skrifað um líffræðileg efni á íslensku,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/Ernir Rök lífsins er ný bók eftir dr. Guðmund Eggertsson sem bókaútgáfan Benedikt gefur út. Guðmundur var um árabil prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Rök lífsins er fjórða bók hans eftir að hann lét af störfum við háskólann. Fyrri bækurnar eru Líf af lífi, Leitin að uppruna lífs og Ráðgáta lífsins. „Rök lífsins er bók um sögu erfðafræðinnar,“ segir Guðmundur. „Ég fjalla um einstaka vísindamenn sem voru annaðhvort erfðafræðingar eða komu óbeint við sögu erfðafræðinnar, eins og til dæmis þróunarfræðingar. Ég byrja á Aristótelesi sem hafði töluvert um erfðafræðina að segja. Honum var ekkert óviðkomandi og stundum gleymist að hann var afkastamikill líffræðingur. Það er frekar óvenjulegt að menn sameini áhuga á heimspeki og líffræði, en hann stundaði líffræðirannsóknir og lýsti til dæmis miklum fjölda dýra og krufði þau. Ég segi frá fjölmörgum öðrum frumherjum erfðafræði- og þróunarfræðirannsókna, þar á meðal Alfred Russel Wallace sem var merkilegur brautryðjandi í þróunarfræði á 19. öld. Hann var mjög frumlegur náungi, sjálfmenntaður, og komst að sömu niðurstöðu og Darwin, óháð honum, um náttúrulegt val. Það fór svo að þeir birtu samtímis greinar um þetta í ensku tímariti árið 1858 sem vöktu litla athygli, en síðan dreif Darwin sig í það að skrifa bókina Uppruni tegundanna. Erfðafræðin fór að blómstra um aldamótin 1900, en erfðafræðirannsóknir fólust aðallega í því á þessum tíma, allt fram yfir 1940, að fylgjast með erfðum gena og einkennunum sem þau réðu. Menn vissu að genin voru á litningum í frumukjarna en það vantaði hins vegar þekkingu á efnislegri gerð þeirra og lífefnafræðilegri starfsemi. Á þessu voru lengi vel sáralitlar rannsóknir. Margt var þó vel gert og ber hæst brautryðjendarannsóknir Morgans á ávaxtaflugunni, sem ég segi frá. Undir lok fjórða áratugarins fóru menn að reyna í alvöru að tengja starfsemi DNA við lífefnafræðileg ferli og ég segi líka frá því. Enn var þó eðli erfðaefnis hulið og það var ekki fyrr en um 1950 sem það upplýstist þegar Watson og Crick lýstu gerð DNA-sameindarinnar. Það er merkilegt hversu seint athygli manna beindist í alvöru að eðli erfðaefnisins. Það er þó skýring á því, því lífefnafræðin var enn á þróunarstigi og réð tæpast við verkefnið.“ Guðmundur segir bókina ætlaða þeim sem hafa áhuga á líffræði og sögu líffræðinnar. „Það hefur ekki komið út hér á landi bók sem líkist þessari. Það hefur ótrúlega lítið verið skrifað um líffræðileg efni á íslensku og ég segi frá hlutum sem ekki hefur verið sagt frá áður á íslensku.“Ætlaði að verða grasafræðingur Guðmundur, sem er fæddur árið 1933, stefndi um tíma á það að verða grasafræðingur. „Ég ólst upp á sveitabæ, Bjargi, rétt fyrir utan Borgarnes. Þetta var nýbýli, ekki stórt og foreldrar mínir voru þar með búskap, rúmlega hundrað kindur og nokkrar kýr. Alveg frá því ég var lítill strákur hafði ég áhuga á grösum. Þetta var örvun frá móður minni sem hafði mikinn áhuga á plöntum og kenndi mér nöfn á þeim. Þegar ég lauk stúdentsprófi á Akureyri sótti ég um styrk til náms í grasafræði í Danmörku og fékk hann. Grasafræðin, eins og hún var kennd í háskólanum, fannst mér þó ekki nógu áhugaverð. Ég var á tímabili að hugsa um að fara í jarðfræði, en svo ákvað ég að snúa mér að erfðafræðinni. Ég vildi beina athyglinni að því sem gerist innra með lífverum og grundvallaratriðum í starfsemi þeirra, sem þá var mjög lítið kunn. Ég kom inn í erfðafræðina einmitt á þeim tíma þegar miklir hlutir voru að gerast. Það varð bylting í erfðafræðinni, og reyndar í líffræðinni, sem hófst með útkomu greinar Watsons og Cricks árið 1953 um byggingu DNA-sameindarinnar.“Valdi Ísland Guðmundur hóf erfðafræðinám árið 1955 og lauk prófi árið 1958. Hann starfaði síðan í Kaupmannahöfn og London við rannsóknir áður en hann hélt til Bandaríkjanna í doktorsnám, en því lauk hann árið 1965 frá Yale-háskólanum. Eftir að doktorsnámi lauk lá leið Guðmundar til Ítalíu þar sem hann hélt áfram rannsóknum sínum. Hann sneri síðan heim til kennslu í líffræði við Háskóla Íslands og sinnti jafnframt rannsóknum. Af hverju ákvað hann að koma heim þegar hann hefði getað stundað rannsóknir erlendis? „Einfalda svarið er að mig langaði alltaf til að koma heim,“ segir hann. „Ég hafði kost á því að vinna erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það var mikil gróska í þessum rannsóknum á þeim tíma og eftirspurn eftir fólki sem hafði hlotið góða menntun. Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim því ég hafði mikla ánægju af því starfi sem ég vann hér heima, sem var mest kennslustarf. Ég stundaði rannsóknir meðfram en þær hefðu eflaust orðið öflugri hefði ég unnið til dæmis í Bandaríkjunum.“ Sérðu alls ekki eftir þessu? „Nei, það er þrjóskan! Hins vegar fann ég til þess og fannst leiðinlegt hversu litlu ég fékk áorkað í rannsóknum hér á landi. Þegar ég kom á ráðstefnur erlendis var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir það hversu litlu var hægt að koma til leiðar hér.“ Hver var ástæðan? „Umhverfið. Lengi vel voru lélegar aðstæður til rannsókna og það var ákaflega erfitt að fá fé til þeirra. Það var ekki fyrr en á síðari árum mínum við Háskólann að það fengust aðeins meiri peningar. Ég var að stunda grundvallarrannsóknir, var að rannsaka svokallaðar tRNA-sameindir sem gegna lykilhlutverki við myndun prótína í frumunni. Ég vann þær rannsóknir dálítið mikið í samvinnu við ágætan mann í Bandaríkjunum og þær gengu nokkuð vel, en ekki eins hratt og ég hefði viljað. Síðar fór ég í fjölþættar rannsóknir á hitakærum bakteríum sem vaxa í heitum hverum. Þær rannsóknir voru forvitnilegar á sinn hátt en annars eðlis en það sem ég stundaði áður.“Eftir að svara stórum spurningum Hver er stærsta og erfiðasta spurningin í erfðafræðinni? „Ég held að það sé búið að svara stærstu og erfiðustu spurningunum í erfðafræðinni. Spurningum um eðli erfðaefnisins og hvernig erfðaefnið stjórnar starfsemi lífveranna. Það á þó enn eftir að svara stórum spurningum þótt þeim stærstu hafi verið svarað. Þar er fyrst og fremst um að ræða spurningar um það hvernig þroska lífvera er varið, hvernig erfðaefnið stýrir sérhæfingu fruma í líkamanum allt frá okfrumu til fullþroskaðrar lífveru.“ Þú hefur nýtt líf þitt til að sökkva þér ofan í líffræði og erfðafræði, en hefurðu stundum velt fyrir þér hversu merkilegt fyrirbæri vitund okkar mannanna er? „Ég velti því oft fyrir mér. Þar hefur erfðafræðin ekki enn lagt neitt til málanna. Ég held að flestir erfðafræðingar og aðrir líffræðingar hallist að því að menn hafi öðlast hugarstarfsemina smám saman en um meðvitundina sjálfa hefur líffræðin eiginlega ekkert að segja. Það er stutt síðan líffræðingar fóru að beina athyglinni að meðvitundinni og yfirleitt er ekki er minnst á hana í kennslubókum um líffræði.“ Heldurðu að slokkni á vitundinni við dauðann? „Það efast ég um.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rök lífsins er ný bók eftir dr. Guðmund Eggertsson sem bókaútgáfan Benedikt gefur út. Guðmundur var um árabil prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Rök lífsins er fjórða bók hans eftir að hann lét af störfum við háskólann. Fyrri bækurnar eru Líf af lífi, Leitin að uppruna lífs og Ráðgáta lífsins. „Rök lífsins er bók um sögu erfðafræðinnar,“ segir Guðmundur. „Ég fjalla um einstaka vísindamenn sem voru annaðhvort erfðafræðingar eða komu óbeint við sögu erfðafræðinnar, eins og til dæmis þróunarfræðingar. Ég byrja á Aristótelesi sem hafði töluvert um erfðafræðina að segja. Honum var ekkert óviðkomandi og stundum gleymist að hann var afkastamikill líffræðingur. Það er frekar óvenjulegt að menn sameini áhuga á heimspeki og líffræði, en hann stundaði líffræðirannsóknir og lýsti til dæmis miklum fjölda dýra og krufði þau. Ég segi frá fjölmörgum öðrum frumherjum erfðafræði- og þróunarfræðirannsókna, þar á meðal Alfred Russel Wallace sem var merkilegur brautryðjandi í þróunarfræði á 19. öld. Hann var mjög frumlegur náungi, sjálfmenntaður, og komst að sömu niðurstöðu og Darwin, óháð honum, um náttúrulegt val. Það fór svo að þeir birtu samtímis greinar um þetta í ensku tímariti árið 1858 sem vöktu litla athygli, en síðan dreif Darwin sig í það að skrifa bókina Uppruni tegundanna. Erfðafræðin fór að blómstra um aldamótin 1900, en erfðafræðirannsóknir fólust aðallega í því á þessum tíma, allt fram yfir 1940, að fylgjast með erfðum gena og einkennunum sem þau réðu. Menn vissu að genin voru á litningum í frumukjarna en það vantaði hins vegar þekkingu á efnislegri gerð þeirra og lífefnafræðilegri starfsemi. Á þessu voru lengi vel sáralitlar rannsóknir. Margt var þó vel gert og ber hæst brautryðjendarannsóknir Morgans á ávaxtaflugunni, sem ég segi frá. Undir lok fjórða áratugarins fóru menn að reyna í alvöru að tengja starfsemi DNA við lífefnafræðileg ferli og ég segi líka frá því. Enn var þó eðli erfðaefnis hulið og það var ekki fyrr en um 1950 sem það upplýstist þegar Watson og Crick lýstu gerð DNA-sameindarinnar. Það er merkilegt hversu seint athygli manna beindist í alvöru að eðli erfðaefnisins. Það er þó skýring á því, því lífefnafræðin var enn á þróunarstigi og réð tæpast við verkefnið.“ Guðmundur segir bókina ætlaða þeim sem hafa áhuga á líffræði og sögu líffræðinnar. „Það hefur ekki komið út hér á landi bók sem líkist þessari. Það hefur ótrúlega lítið verið skrifað um líffræðileg efni á íslensku og ég segi frá hlutum sem ekki hefur verið sagt frá áður á íslensku.“Ætlaði að verða grasafræðingur Guðmundur, sem er fæddur árið 1933, stefndi um tíma á það að verða grasafræðingur. „Ég ólst upp á sveitabæ, Bjargi, rétt fyrir utan Borgarnes. Þetta var nýbýli, ekki stórt og foreldrar mínir voru þar með búskap, rúmlega hundrað kindur og nokkrar kýr. Alveg frá því ég var lítill strákur hafði ég áhuga á grösum. Þetta var örvun frá móður minni sem hafði mikinn áhuga á plöntum og kenndi mér nöfn á þeim. Þegar ég lauk stúdentsprófi á Akureyri sótti ég um styrk til náms í grasafræði í Danmörku og fékk hann. Grasafræðin, eins og hún var kennd í háskólanum, fannst mér þó ekki nógu áhugaverð. Ég var á tímabili að hugsa um að fara í jarðfræði, en svo ákvað ég að snúa mér að erfðafræðinni. Ég vildi beina athyglinni að því sem gerist innra með lífverum og grundvallaratriðum í starfsemi þeirra, sem þá var mjög lítið kunn. Ég kom inn í erfðafræðina einmitt á þeim tíma þegar miklir hlutir voru að gerast. Það varð bylting í erfðafræðinni, og reyndar í líffræðinni, sem hófst með útkomu greinar Watsons og Cricks árið 1953 um byggingu DNA-sameindarinnar.“Valdi Ísland Guðmundur hóf erfðafræðinám árið 1955 og lauk prófi árið 1958. Hann starfaði síðan í Kaupmannahöfn og London við rannsóknir áður en hann hélt til Bandaríkjanna í doktorsnám, en því lauk hann árið 1965 frá Yale-háskólanum. Eftir að doktorsnámi lauk lá leið Guðmundar til Ítalíu þar sem hann hélt áfram rannsóknum sínum. Hann sneri síðan heim til kennslu í líffræði við Háskóla Íslands og sinnti jafnframt rannsóknum. Af hverju ákvað hann að koma heim þegar hann hefði getað stundað rannsóknir erlendis? „Einfalda svarið er að mig langaði alltaf til að koma heim,“ segir hann. „Ég hafði kost á því að vinna erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það var mikil gróska í þessum rannsóknum á þeim tíma og eftirspurn eftir fólki sem hafði hlotið góða menntun. Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim því ég hafði mikla ánægju af því starfi sem ég vann hér heima, sem var mest kennslustarf. Ég stundaði rannsóknir meðfram en þær hefðu eflaust orðið öflugri hefði ég unnið til dæmis í Bandaríkjunum.“ Sérðu alls ekki eftir þessu? „Nei, það er þrjóskan! Hins vegar fann ég til þess og fannst leiðinlegt hversu litlu ég fékk áorkað í rannsóknum hér á landi. Þegar ég kom á ráðstefnur erlendis var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir það hversu litlu var hægt að koma til leiðar hér.“ Hver var ástæðan? „Umhverfið. Lengi vel voru lélegar aðstæður til rannsókna og það var ákaflega erfitt að fá fé til þeirra. Það var ekki fyrr en á síðari árum mínum við Háskólann að það fengust aðeins meiri peningar. Ég var að stunda grundvallarrannsóknir, var að rannsaka svokallaðar tRNA-sameindir sem gegna lykilhlutverki við myndun prótína í frumunni. Ég vann þær rannsóknir dálítið mikið í samvinnu við ágætan mann í Bandaríkjunum og þær gengu nokkuð vel, en ekki eins hratt og ég hefði viljað. Síðar fór ég í fjölþættar rannsóknir á hitakærum bakteríum sem vaxa í heitum hverum. Þær rannsóknir voru forvitnilegar á sinn hátt en annars eðlis en það sem ég stundaði áður.“Eftir að svara stórum spurningum Hver er stærsta og erfiðasta spurningin í erfðafræðinni? „Ég held að það sé búið að svara stærstu og erfiðustu spurningunum í erfðafræðinni. Spurningum um eðli erfðaefnisins og hvernig erfðaefnið stjórnar starfsemi lífveranna. Það á þó enn eftir að svara stórum spurningum þótt þeim stærstu hafi verið svarað. Þar er fyrst og fremst um að ræða spurningar um það hvernig þroska lífvera er varið, hvernig erfðaefnið stýrir sérhæfingu fruma í líkamanum allt frá okfrumu til fullþroskaðrar lífveru.“ Þú hefur nýtt líf þitt til að sökkva þér ofan í líffræði og erfðafræði, en hefurðu stundum velt fyrir þér hversu merkilegt fyrirbæri vitund okkar mannanna er? „Ég velti því oft fyrir mér. Þar hefur erfðafræðin ekki enn lagt neitt til málanna. Ég held að flestir erfðafræðingar og aðrir líffræðingar hallist að því að menn hafi öðlast hugarstarfsemina smám saman en um meðvitundina sjálfa hefur líffræðin eiginlega ekkert að segja. Það er stutt síðan líffræðingar fóru að beina athyglinni að meðvitundinni og yfirleitt er ekki er minnst á hana í kennslubókum um líffræði.“ Heldurðu að slokkni á vitundinni við dauðann? „Það efast ég um.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira