Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:13 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018 Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira