Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Vísir/Sigtryggur „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“