Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Hörður Ægisson skrifar 2. maí 2018 08:00 Kaupþing fer með 55,6 prósenta hlut í Arion banka Vísir/eyþór Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07
Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19