Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 11:27 Helga María er ein efnilegasta skíðakona landsins vísir Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál. Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál.
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira