Íslenski boltinn

Meistararnir verja titilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Norðankonur fá þennan aftur í lok tímabils ef spáin gengur upp.
Norðankonur fá þennan aftur í lok tímabils ef spáin gengur upp. Vísir/Þórir Tryggvason
Þór/KA verður Íslandsmeistari annað árið í röð í Pepsi-deild kvenna ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna gengur upp en þessi árlega spá var opinberuð á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í dag.

Norðankonur unnu titilinn nokkuð örugglega á síðustu leiktíð og mæta með álíka sterkt ef ekki sterkara lið til leiks í sumar. Þór/KA vann bæði Lengjubikarinn og Meistarakeppni KSÍ í undirbúningi fyrir Íslandsmótið.

Valur og Stjarnan verða í næstu sætum og verða í harðri baráttu um silfrið ef marka má spánna en Grindavík og nýliðum HK/Víkings er spáð falil. Hinum nýliðunum í Selfossi er spáð 7. sæti og að liðið haldi sér auðveldlega í Pepsi-deildinni.

Opnunarleikur deildarinnar fer fram annað kvöld en þar mætast stórveldin Stjarnan og Breiðablik í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Umferðin klárast svo á föstudag og laugardag.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 2018:

1. Þór/KA 269

2. Valur 228

3. Stjarnan 225

4. Breiðablik 196

5. FH 140

6. ÍBV 130

7. Selfoss 109

8. KR 86

9. HK/Víkingur 68

10. Grindavík 36




Fleiri fréttir

Sjá meira


×