Sport

Skautar fyrir Ungverjaland svo hann verði ekki gjaldþrota

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Krueger er hér í heimsókn hjá Trump Bandaríkjaforseta.
Krueger er hér í heimsókn hjá Trump Bandaríkjaforseta. vísir/getty
Skautahlauparinn bandaríski, John-Henry Krueger, hefur ákveðið að keppa fyrir Ungverjaland í framtíðinni. Hann er að verða gjaldþrota á því að keppa fyrir Bandaríkin.

„Ég hef alltaf verið stoltur af því að keppa fyrir Bandaríkin en staðan er einfaldlega sú að ég verð gjaldþrota ef ég held áfram að skauta fyrir mína þjóð,“ sagði Krueger en hann hefur lengi kvartað yfir litlum stuðningi frá bandaríska skautasambandinu.

Krueger sótti silfur á Vetarólympíuleikunum fyrr á árinu og fékk fyrir það 20 þúsund dollara frá skautasambandinu. Sá peningur hrökk skammt því leiðin á leikana kostaði hann 70 þúsund dollara. Hann varð því að taka lán svo hann kæmist á leikana.

„Fólk heldur að íþróttafólkið á Ólympíuleikunum syndi í peningum. Það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Nú ætlar fólk að dæma hann fyrir að vera ekki hliðhollur þjóð sinni en það mun taka okkur fram að næstu Ólympíuleikum að greiða niður skuldirnar sem hlóðust upp fyrir síðustu leika,“ sagði móðir Krueger, Heidi.

Í landsliði Ungverja mun Krueger hitta fyrir bróður sinn sem gafst upp á bandaríska skautasambandinu fyrir nokkru síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×