Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Miðflokkurinn fær fljúgandi start á Akureyri í skoðanakönnun. Vísir/ernir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00