Innlent

11 framboð skiluðu inn listum í Reykjavík í dag

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Síðasti möguleiki á að skila inn listum er í fyrramálið
Síðasti möguleiki á að skila inn listum er í fyrramálið Vísir/Anton Brink
Ellefu framboð skiluðu framboðslistum til borgarstjórnarkosninga í dag. Tekið var á milli listunum í ráðhúsinu á milli eitt og tvö í dag. Þau framboð sem skiluðu inn listum í dag, í réttri tímaröð, voru:



Íslenska þjóðfylkingin (E)

Alþýðufylkingin (R)

Samfylkingin (S)

Höfuðborgarlistinn (H)

Sósíalistaflokkur Íslands (J)

Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V)

Viðreisn (C)

Frelsisflokkurinn (Þ)

Miðflokkurinn (M)

Kvennahreyfingin (K)

Píratar (P)

Tekið verður við framboðslistum aftur á morgun á milli tíu og tólf. Eftir það mun yfirkjörstjórn fara yfir alla lista til að kanna hvort þeir uppfylli öll skilyrði. Þá verður úrskurðað um gildi framboðslistanna og kjörgengi frambjóðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×