Ólafía spilar bara 36 holur í Texas Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2018 21:27 Ólafía spilar bara 36 holur um helgina, ekki 54 eins og vanalega á mótum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar. Fækkað hefur þurft hringjunum úr fjórum niður í tvo. Forráðamenn mótsins hafa ákveðið að spilað verði bara 36 holur um helgina en spáð er slæmu veðri á morgun, laugardag, sem gætu riðlað planinu enn frekar. Frestað hefur þurft tveimur hringjum af fjórum og ljóst er að það verður enginn niðurskurður á mótinu. Þeir sem enda í sjötíu efstu sætunum fá verðlaunafé en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía fer af stað klukkan 01.41 í nótt en verði mótinu ekki lokið á sunnudag verður það klárað á mánudag. Vísir mun fylgjast vel með mótinu um helgina og færa fréttir af því en einnig verður mótinu gerð góð skil á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar. Fækkað hefur þurft hringjunum úr fjórum niður í tvo. Forráðamenn mótsins hafa ákveðið að spilað verði bara 36 holur um helgina en spáð er slæmu veðri á morgun, laugardag, sem gætu riðlað planinu enn frekar. Frestað hefur þurft tveimur hringjum af fjórum og ljóst er að það verður enginn niðurskurður á mótinu. Þeir sem enda í sjötíu efstu sætunum fá verðlaunafé en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía fer af stað klukkan 01.41 í nótt en verði mótinu ekki lokið á sunnudag verður það klárað á mánudag. Vísir mun fylgjast vel með mótinu um helgina og færa fréttir af því en einnig verður mótinu gerð góð skil á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira