Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Sölvi Tryggvason skrifar 5. maí 2018 07:00 "Ég sé það eftir á að hann notaði mjög lúmskar leiðir til að fá mig til að efast um sjálfa mig,“ segir Guðrún Dögg Rúnarsdóttir um samband sitt við Mark Doninger. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Þeir sem voru við stjórnvölinn hjá ÍA á meðan ofbeldinu stóð hafa ekki beðist afsökunar. Það er fallegur dagur á Akranesi þegar ég renni í hlað hjá viðmælanda mínum. Það er kyrrð yfir bænum og Langisandur skartar sínu fegursta með falleg fjöllin við sjóndeildarhringinn. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir brosir þegar hún tekur á móti mér á heimili sínu. Þessi glæsilega og hávaxna unga kona virkar í góðu jafnvægi, en samt finnur maður einhvern veginn strax að líf hennar hefur ekki verið slétt og felld leið hingað til. Í fallegu andlitinu glittir í feimni þegar við byrjum viðtalið. „Ég man að þegar mér var boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland hlakkaði ég mikið til. Bæði að kynnast nýjum vinum og eins sá ég þetta sem mikla og góða reynslu í að koma fram og sigrast á sjálfum sér. Ég sé það núna að ég var auðvitað bara krakki þegar ég vann þessa keppni árið 2009. Átján ára gömul, glöð og opin ung stelpa. En samt var ég með mjög sterk bein miðað við aldur og man að ég lét álit eða áhrif annarra mjög lítið á mig fá. Ég þorði að fara mínar eigin leiðir.“Heilbrigð og björt ung stúlka með allar dyr opnar Guðrún stoppar frásögnina og fær sér vatnssopa áður en hún leggur áherslu á það sem kemur næst: „Fjölskylda mín sendi mig út í lífið með mjög heilbrigða sjálfsmynd. Ég man alltaf eftir mér sem ungri stelpu sem fannst að hún gæti gert hvað sem er, orðið hvað sem er og ég sá sjálfa mig sem góða og fallega manneskju í alla staði. Ég stóð alltaf með sjálfri mér, klæddi mig eins og ég vildi og lét gagnrýni lítið á mig fá og þorði að fara mínar eigin leiðir. Það er stórkostlegt að líða þannig og í raun mikið frelsi sem ég áttaði mig ekki á hvað var mikilvægt fyrr en ég missti það nokkrum árum síðar.“ Það er kannski þess vegna sem Guðrún lét neikvætt umtal eftir keppnina lítið á sig fá og tók meira til sín jákvæðu hlutina. Hún segir að það hafi verið frábært að vera átján ára Ungfrú Ísland á Akranesi. „Fólk stoppaði mig oft úti á götu og í verslunum og hrósaði mér og sagðist vera stolt af mér. Ég var valin fjallkona bæjarins þetta árið og í raun var þetta algjörlega frábær tími. Þegar þarna var komið hafði ég bara farið einu sinni til útlanda á ævi minni, þannig að næstu mánuðir voru ótrúlegt ævintýri og reynsla. Ég fór út til að taka þátt í keppninni um Ungfrú Heim og ferðaðist þá alein út um allt. Ég fór til Abu Dhabi, London og Suður-Afríku og þurfti að þroskast mjög hratt á stuttum tíma.“ Eftir að Guðrún kom aftur heim fór í hönd skemmtilegur og jákvæður tími í lífi hennar. Hún hafði tekið mikinn þroskakipp við allt ferlið í kringum ferðalögin og þátttökuna í Ungfrú Heimi og var nú að ákveða næstu skref í lífi sínu, rétt skriðin í tvítugt. Hamingjusöm ung kona með allt lífið fram undan.Mark Doninger kemur á Skagann Aðeins nokkrum dögum eftir að Guðrún Dögg hélt upp á tvítugsafmælið sitt á Akranesi flutti ungur maður í bæinn. Undirbúningstímabilið fyrir sumarið 2011 var á fullu í knattspyrnunni og ÍA hafði ákveðið að semja við ungan knattspyrnumann frá Bretlandi, Mark Doninger. Akranes hefur alltaf verið mikill knattspyrnubær og stuðningsmenn liðsins báru von í brjósti um að þessi styrkur að utan myndi bæta liðið fyrir átök sumarsins. Mark byrjaði undirbúningstímabilið vel og utan vallar leið ekki á löngu uns hann kom auga á Guðrúnu Dögg og ákvað strax að sýna henni áhuga sinn. „Ég var tvítug þegar við kynntumst og þetta byrjaði í raun þannig að hann reyndi margoft að fá mig á stefnumót, en ég sagði alltaf nei. Það er ekki fyrr en ég er búin að spjalla við hann úti á götu og hann spyr mig í einn eitt skiptið að ég ákvað að slá til. Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir honum, en þegar við kynntumst virkaði hann traustur, kurteis, blíður, góður og heilsteyptur ungur maður. Þetta eru allt hlutir sem skipta mig miklu máli og ég varð smátt og smátt hrifin af honum. Fyrstu vikurnar af kynnum okkar voru frábærar og hann virkaði eins og draumur í dós, svo ég orði það á klisjukenndan hátt.“ Það var ekki fyrr en eftir dálítinn tíma að Guðrún fór að taka eftir litlum hlutum sem henni líkaði ekki við. „Ég sé það eftir á að hann notaði mjög lúmskar leiðir til að fá mig til að efast um sjálfa mig. Hann talaði reglulega um að fólk væri að tala illa um mig og fleira í þeim dúr, en dró svo alltaf í land. En það var nóg til þess að ég byrjaði smátt og smátt að efast aðeins um sjálfa mig.“Fréttablaðið/SigtryggurOfbeldið byrjar Guðrún efaðist samt ekki meira en svo um sjálfa sig þarna að þegar fyrsta alvarlega tilvikið átti sér stað hætti hún með honum á stundinni. „Ég var í afmæli hjá góðri vinkonu minni, klædd í hvítan kjól. Allt var eðlilegt þar til hann kemur að mér þar sem ég er að tala við vin minn og hellir yfir mig heilli rauðvínsflösku fyrir framan alla og kýlir strákinn. Þarna „snappaði“ eitthvað hjá honum og ég man í hve miklu áfalli ég var eftir að þetta gerðist. Ég fór rakleitt heim, vakti mömmu mína hágrátandi og sagði henni hvað hafði gerst. Ég tók þegar í stað ákvörðun um að tala aldrei við hann aftur.“ Daginn eftir hringdi Mark í tugi skipta í Guðrúnu sem svaraði ekki símanum. En það leið ekki á löngu þar til hann náði að hitta á Guðrúnu úti á götu, þar sem hann vildi biðjast afsökunar á því sem hann hafði gert. „Þegar ég ákvað að setjast niður með honum og tala við hann aftur fannst hluta af mér ég vera að gera mistök með því að gefa honum annað tækifæri, en ég vildi trúa því að þetta hefði verið einstakt tilvik og hann hefði verið drukkinn og einfaldlega misst stjórn á sér. Við tókum saman á ný og í margar vikur á eftir var hann algjörlega frábær og sýndi allar sínar bestu hliðar. En eftir ákveðinn tíma byrjuðu litlu hlutirnir aftur. Þegar hann hafði unnið traust mitt aftur fór hann aftur að tala niður til mín og náði í raun að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma.“ Þegar þarna var komið var Guðrún komin með kvíða og byrjuð að einangra sig og farin að eiga erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi. Svo byrjaði líkamlega ofbeldið. „Ég man eftir tilfinningunni þegar hann sló og kýldi mig í fyrsta sinn. Þá var ég ekki með sömu sjálfsvirðingu og þegar hann hellti yfir mig rauðvíninu. Ég var orðin skíthrædd og háð viðurkenningu hans. Þegar ég fékk glóðaraugu málaði ég mig meira en nokkru sinni fyrr og þegar mamma spurði mig út í farðann sagðist ég bara vilja vera falleg. Ég var byrjuð að ljúga að fólkinu í kringum mig til að verja hann, án þess að gera mér grein fyrir því.“ Guðrún gerir hlé á máli sínu áður en hún horfir á mig einlægum augum til að leggja áherslu á það að hún skilji það mætavel að fólk sem hafi ekki verið í ofbeldissambandi geti örugglega ekki skilið af hverju hún hafi ekki hlaupið burt úr þessum aðstæðum. Týndi sjálfri sér gjörsamlega „Þetta gerist á svo lúmskan hátt og svo hægt og rólega að það er ótrúlega erfitt að koma þeim sem ekki hafa upplifað þetta í skilning um það hvernig svona lagað getur átt sér stað. Ég sé það núna að ég hætti bara smátt og smátt að gera mér grein fyrir muninum á réttu og röngu og týndi sjálfri mér einfaldlega algjörlega. Þegar þú ert orðinn þetta veikur fyrir og það er manneskja við hliðina á þér sem segist elska þig meira en allan heiminn ertu í raun orðinn algjörlega háður manneskjunni, samþykki hennar og leyfi hennar til að gera hluti. Þegar fólk er komið á þann stað sem ég var á er engin leið að koma sér burtu án hjálpar. Inn í þetta spilar svo líka mikil hræðsla. Ég var í raun logandi hrædd alla daga. Hann hótaði að drepa sjálfan sig, mig og mömmu mína og ég trúði því. Hann braut tölvuna mína og tók símann minn svo ég gæti ekki haft samskipti við fólk og hótaði að setja myndbönd sem hann tók af mér í leyfisleysi á internetið.“ Kýld með krepptum hnefa og missti málið í þrjá sólarhringa En þrátt fyrir ítrekaðar barsmíðar, stanslausar hótanir og mikla hræðslu náði Guðrún að slíta sambandinu við Mark með hjálp frá fjölskyldu og vinum. En hún var enn á Akranesi og hann líka og ekki leið á löngu þar til leiðir þeirra lágu saman á ný. „Ég man þetta kvöld eins og það hafi gerst í gær. Það var ball á Breiðinni, sem er gamall skemmtistaður á Akranesi. Ég var að tala við æskuvin minn og sat á billjard-borði þegar ég sé að hann kemur inn á staðinn. Ég fékk gríðarlegan hnút í magann þegar hann kemur gangandi að okkur og hugsaði með mér að nú myndi hann ganga í skrokk á vini mínum. Það sem hins vegar gerðist var að hann kýldi mig með krepptum hnefa fyrir framan alla, þannig að ég hrundi niður á borðið. Ég man að ég fann engan sársauka því að áfallið sem fylgdi því að hann hafði gert þetta fyrir framan alla var öllu yfirsterkara. Ég náði að staulast út af staðnum, en hann elti mig út og tók mig niður í jörðina og hélt mér fastri. Hann reif í hárið á mér og hélt mér niðri sama hvað ég barðist um. Það var fullt af fólki í kring að horfa á þetta, en enginn gerði neitt, þar til vinur minn kom eftir nokkrar mínútur og nær honum loks af mér. Ég var öll marin í framan og þurfti að ganga á hækjum í fjóra daga á eftir þar sem ég tognaði illa. Um leið og ég kom heim hringdi mamma í lögregluna og ég fór í skýrslutöku daginn eftir. Í miðri skýrslutöku fékk ég algjört taugaáfall. Ég grét á móðursýkislegan hátt og náði svo ekki að koma upp orði. Ég missti málið í þrjá sólarhringa eftir þetta. Kom ekki upp orði, þrátt fyrir að vinir og fjölskylda væru að reyna að tala við mig.“ Guðrún tárast þegar hún rifjar þetta upp og það er enn ekki laust við að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa verið í þessum aðstæðum svo lengi. „Þarna er ég loksins búin að finna styrk til að hætta með honum, en eftir stendur að ég bý í sama bæjarfélagi með mann nánast í næstu götu sem ég gat ekki fengið nálgunarbann á. Ég var farin að íhuga alvarlega að flýja land, þar sem ég vissi ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Ég átti svo eftir að sjá það sem eina kostinn í stöðunni þegar hann meiddi mig lífshættulega!“Fréttablaðið/SigtryggurFlýr land eftir að hafa verið nær dauða en lífi Hér er komið að síðasta skiptinu af ótal mörgum sem Mark gekk í skrokk á Guðrúnu og varð til þess að hún kærði hann loksins og flúði svo land í kjölfarið. „Eins og áður segir vorum við hætt saman, en hann hélt áfram að koma fyrir utan heimili mitt og lét mig ekki í friði. Hann sendi mér ítrekað myndir af sér að rispa á sér úlnliðina og sagðist ætla að drepa sig ef ég kæmi ekki og hótaði því líka að setja myndir og myndbönd af mér á netið sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Í eitt skiptið var ég verulega hrædd og lét til leiðast. Hann var mjög almennilegur þegar ég kom og við náðum að ræða saman á rólegum nótum. En þegar hann sagðist vilja byrja með mér aftur og ég sagði það ekki inni í myndinni, sturlaðist hann gjörsamlega. Hann bjó með þremur öðrum leikmönnum úr liði ÍA og þegar hann heyrði að þeir væru að koma inn í íbúðina dró hann mig á hárinu inn í herbergið sitt. Ég reyndi að berjast á móti, en hann var einfaldlega sterkari. Hann henti mér upp í rúm og byrjaði að berja mig. Strákarnir heyrðu hrópin í mér, en voru of hræddir til að koma inn. Ég komst að því eftir á að þeir hringdu í þjálfara liðsins frammi á gangi. Á þeim fimm mínútum sem liðu þar til þjálfarinn kom á staðinn náði Mark næstum því að drepa mig. Hann festi hendurnar á mér og var kominn það langt í að kyrkja mig að ég var öll orðin blá í framan og háræðarnar á hálsinum slitnuðu niður að brjóstum. Ég man að það sem ég hugsaði var: ,,Ég trúi ekki að ég sé að fara að deyja á þennan hátt!“ Ég fór að hugsa um foreldra mína og fjölskyldu og hélt bara að ég væri að deyja. Það síðasta sem ég man áður en þjálfarinn kom loks á staðinn var að hann skallaði mig í andlitið, þannig að báðar varir mínar sprungu illa.“ Þjálfari ÍA kom þegar þarna var komið sögu inn í herbergið og náði að koma Guðrúnu Dögg út úr herberginu og koma henni við illan leik heim til sín. Hún hafði þegar í stað samband við lögreglu og kærði í kjölfarið Mark Doninger fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir. ,,Ég kærði hann fyrir árásirnar sem höfðu átt sér stað fyrir framan annað fólk, en gat auðvitað ekki kært hann fyrir öll skiptin sem hann réðst á mig þegar við vorum tvö ein, þar sem vitni skorti.“ Mark hafði þegar fengið annan dóm fyrir alvarlega líkamsárás á karlmann þegar þarna var komið sögu. Samt tók átta mánuði að fá dóm í málinu og þar sem Guðrún gat ekki fengið nálgunarbann á Mark átti hún þann kost einan að flýja land. „Hann hélt áfram að standa fyrir utan íbúðina mína á kvöldin, aftur og aftur, þannig að ég sá bara eina lausn. Að flýja land. Ég flutti til Kanada og þaðan til London og fékk sem betur fer verkefni þar á meðan ég beið eftir að dómurinn félli.“ Þegar dómur loksins féll þótti hafið yfir allan vafa að Mark hefði gerst sekur um umrædd brot, enda fleiri en eitt vitni í báðum tilvikum. Hann var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands, en ákvað engu að síður að áfrýja dómnum. Hæstiréttur þyngdi dóminn upp í átta mánuði, en engu að síður var dómurinn enn skilorðsbundinn og Mark gekk því um sem frjáls maður. Í heil fjögur ár eftir þetta hélt hann áfram að reyna að ná til Guðrúnar. Samkvæmt öruggum heimildum höfundar reyndi Mark að komast á reynslu hjá íslensku knattspyrnufélagi fyrr á þessu ári í gegnum umboðsmann sinn. Félagið tók ekki við honum, en Guðrún er enn ekki laus við hræðsluna um að Mark komi aftur til landsins.Ósátt við knattspyrnudeild ÍA Það sem situr enn í Guðrúnu er hvernig knattspyrnudeild ÍA stóð að málinu. Á meðan á málaferlunum stóð studdi félagið við bakið á Mark allan tímann, jafnvel þó að þjálfari liðsins hafi komið að honum að reyna að drepa hana. „Ég skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim tókst að taka svona á þessu máli. Íþróttafélag sem borgar manni laun fyrir að vera íþróttamaður og fyrirmynd getur ekki látið eins og ekkert sé þegar vitað er að hann er að berja kærustuna sína í spað. Ég hafði samband við félagið og grátbað þá um að segja upp samningnum við hann þannig að hann færi frá Akranesi eftir að hann hafði reynt að drepa mig og hélt áfram að mæta fyrir utan heimilið mitt, en allt kom fyrir ekki. Mér var tjáð að málið snerist um peninga og væri auk þess einkamál leikmannsins. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar að ég loks fékk bréf frá félaginu, þar sem ég var beðin afsökunar á því hve illa var staðið að málinu. Það var mjög fallegt, en kom frá nýjum aðilum í stjórn ÍA og ekki fyrr en einn helsti styrktaraðili liðsins sagðist vera að íhuga að hætta stuðningi við liðið vegna málsins. Þeir sem voru við stjórnvölinn á meðan á ofbeldinu stóð hafa enn ekki beðist afsökunar. Eftir að þetta hafði gerst tók svo annað íslenskt félag, Stjarnan, við Mark Doninger, þrátt fyrir að þeim hlyti að hafa verið kunnugt um hvað hann hafði gert. Ég á enn reglulega erfitt með að skilja það líka.“ Það hefur tekið Guðrúnu sex löng ár að komast aftur á beinu brautina, hægt og rólega.Bjart fram undan eftir margra ára uppbyggingu „Ég var í raun algjör brunarúst eftir allt þetta ferli. Ég var komin með alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, félagsfælni og alvarlega áfallastreitu. Þurfti að fara á lyf við kvíða og var stanslaust hrædd. Hver einasti dagur hjá mér í nokkur ár markaðist í raun af mikilli hræðslu. En ég hef í sex ár eftir þetta verið í stanslausri vinnu með sjálfa mig. Ég hef gengið til sálfræðings, geðlæknis, farið í Kvennaathvarfið, EMDR-meðferð og fleira. Þetta hefur verið langt og erfitt ferli, en ég er fyrst núna að komast í gott jafnvægi á nýjan leik. Ég get ekki lagt næga áherslu á það hvað Kvennaathvarfið hjálpaði mér gríðarlega í þeirri vinnu að átta mig á að ég ætti ekki sök á því sem gerðist. Mér líður í raun eins og ég hafi verið að berjast við að halda lífi í fimm ár eftir þetta og það er fyrst núna á sjötta árinu sem ég er í alvöru að koma til baka og finna sjálfa mig upp á nýtt.“ Þegar ég spyr Guðrúnu af hverju hún hafi ákveðið að stíga fram og segja frá þessu núna stendur ekki á svörum. „Mig hefur mjög lengi langað til að segja frá þessu, en það er fyrst núna sem ég treysti mér til þess. Mér leið í mörg ár illa og fannst ég óvelkomin, vegna þess að ég kom alltaf að lokuðum dyrum hjá knattspyrnufélaginu, þegar ég og fjölskylda mín reyndum aftur og aftur að fá aðstoð vegna síendurtekins ofbeldis. Ég átti erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi í nærri sex ár vegna þessa. Mér leið eins og sökin væri mín en ekki hans, sem er í raun það sem ofbeldissambönd ganga oft út á. Ég man enn að ég fékk miklar hamingjuóskir frá fjölskyldunni þegar ég gat í fyrsta skipti farið í Krónuna á Akranesi. Ég hef oft keyrt alla leið til Reykjavíkur bara til að fara í búð. Þannig að ég hef einfaldlega ekki verið í ástandi til að treysta mér í viðtal eins og þetta fyrr en núna. Maður getur átt von á alls kyns hlutum þegar maður opnar sig eins og ég er að gera í þessu viðtali og þá verður maður að vera kominn í gott jafnvægi.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Doninger dæmdur fyrir líkamsárás Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger, sem lék með Stjörnunni og ÍA, hefur fengið sinn annan dóm fyrir líkamsárás á Íslandi. Að þessu sinni fyrir að hafa í tvígang beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. 12. október 2012 13:45 Dæmdur í 45 daga fangelsi Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. 12. október 2012 00:01 Mark Doninger á frjálsri sölu til Stjörnunnar | Mætir Martin á morgun Englendingurinn Mark Doninger spilar með Stjörnunni í Pepsi-deild karla út tímabilið. Doninger fékk á dögunum leyfi Skagamanna til þess að ræða við önnur lið en hann hefur látið í ljós óánægju sína með lífið á Akranesi. 20. júlí 2012 15:13 Doninger auglýsir sjálfan sig á Twitter Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger virðist vera orðin örvæntingafullur í leit sinni að nýju félagi en hann setti inn einskonar auglýsingu á Twitter-síðu sinni í dag. 5. júlí 2013 15:42 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Sjá meira
Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Þeir sem voru við stjórnvölinn hjá ÍA á meðan ofbeldinu stóð hafa ekki beðist afsökunar. Það er fallegur dagur á Akranesi þegar ég renni í hlað hjá viðmælanda mínum. Það er kyrrð yfir bænum og Langisandur skartar sínu fegursta með falleg fjöllin við sjóndeildarhringinn. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir brosir þegar hún tekur á móti mér á heimili sínu. Þessi glæsilega og hávaxna unga kona virkar í góðu jafnvægi, en samt finnur maður einhvern veginn strax að líf hennar hefur ekki verið slétt og felld leið hingað til. Í fallegu andlitinu glittir í feimni þegar við byrjum viðtalið. „Ég man að þegar mér var boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland hlakkaði ég mikið til. Bæði að kynnast nýjum vinum og eins sá ég þetta sem mikla og góða reynslu í að koma fram og sigrast á sjálfum sér. Ég sé það núna að ég var auðvitað bara krakki þegar ég vann þessa keppni árið 2009. Átján ára gömul, glöð og opin ung stelpa. En samt var ég með mjög sterk bein miðað við aldur og man að ég lét álit eða áhrif annarra mjög lítið á mig fá. Ég þorði að fara mínar eigin leiðir.“Heilbrigð og björt ung stúlka með allar dyr opnar Guðrún stoppar frásögnina og fær sér vatnssopa áður en hún leggur áherslu á það sem kemur næst: „Fjölskylda mín sendi mig út í lífið með mjög heilbrigða sjálfsmynd. Ég man alltaf eftir mér sem ungri stelpu sem fannst að hún gæti gert hvað sem er, orðið hvað sem er og ég sá sjálfa mig sem góða og fallega manneskju í alla staði. Ég stóð alltaf með sjálfri mér, klæddi mig eins og ég vildi og lét gagnrýni lítið á mig fá og þorði að fara mínar eigin leiðir. Það er stórkostlegt að líða þannig og í raun mikið frelsi sem ég áttaði mig ekki á hvað var mikilvægt fyrr en ég missti það nokkrum árum síðar.“ Það er kannski þess vegna sem Guðrún lét neikvætt umtal eftir keppnina lítið á sig fá og tók meira til sín jákvæðu hlutina. Hún segir að það hafi verið frábært að vera átján ára Ungfrú Ísland á Akranesi. „Fólk stoppaði mig oft úti á götu og í verslunum og hrósaði mér og sagðist vera stolt af mér. Ég var valin fjallkona bæjarins þetta árið og í raun var þetta algjörlega frábær tími. Þegar þarna var komið hafði ég bara farið einu sinni til útlanda á ævi minni, þannig að næstu mánuðir voru ótrúlegt ævintýri og reynsla. Ég fór út til að taka þátt í keppninni um Ungfrú Heim og ferðaðist þá alein út um allt. Ég fór til Abu Dhabi, London og Suður-Afríku og þurfti að þroskast mjög hratt á stuttum tíma.“ Eftir að Guðrún kom aftur heim fór í hönd skemmtilegur og jákvæður tími í lífi hennar. Hún hafði tekið mikinn þroskakipp við allt ferlið í kringum ferðalögin og þátttökuna í Ungfrú Heimi og var nú að ákveða næstu skref í lífi sínu, rétt skriðin í tvítugt. Hamingjusöm ung kona með allt lífið fram undan.Mark Doninger kemur á Skagann Aðeins nokkrum dögum eftir að Guðrún Dögg hélt upp á tvítugsafmælið sitt á Akranesi flutti ungur maður í bæinn. Undirbúningstímabilið fyrir sumarið 2011 var á fullu í knattspyrnunni og ÍA hafði ákveðið að semja við ungan knattspyrnumann frá Bretlandi, Mark Doninger. Akranes hefur alltaf verið mikill knattspyrnubær og stuðningsmenn liðsins báru von í brjósti um að þessi styrkur að utan myndi bæta liðið fyrir átök sumarsins. Mark byrjaði undirbúningstímabilið vel og utan vallar leið ekki á löngu uns hann kom auga á Guðrúnu Dögg og ákvað strax að sýna henni áhuga sinn. „Ég var tvítug þegar við kynntumst og þetta byrjaði í raun þannig að hann reyndi margoft að fá mig á stefnumót, en ég sagði alltaf nei. Það er ekki fyrr en ég er búin að spjalla við hann úti á götu og hann spyr mig í einn eitt skiptið að ég ákvað að slá til. Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir honum, en þegar við kynntumst virkaði hann traustur, kurteis, blíður, góður og heilsteyptur ungur maður. Þetta eru allt hlutir sem skipta mig miklu máli og ég varð smátt og smátt hrifin af honum. Fyrstu vikurnar af kynnum okkar voru frábærar og hann virkaði eins og draumur í dós, svo ég orði það á klisjukenndan hátt.“ Það var ekki fyrr en eftir dálítinn tíma að Guðrún fór að taka eftir litlum hlutum sem henni líkaði ekki við. „Ég sé það eftir á að hann notaði mjög lúmskar leiðir til að fá mig til að efast um sjálfa mig. Hann talaði reglulega um að fólk væri að tala illa um mig og fleira í þeim dúr, en dró svo alltaf í land. En það var nóg til þess að ég byrjaði smátt og smátt að efast aðeins um sjálfa mig.“Fréttablaðið/SigtryggurOfbeldið byrjar Guðrún efaðist samt ekki meira en svo um sjálfa sig þarna að þegar fyrsta alvarlega tilvikið átti sér stað hætti hún með honum á stundinni. „Ég var í afmæli hjá góðri vinkonu minni, klædd í hvítan kjól. Allt var eðlilegt þar til hann kemur að mér þar sem ég er að tala við vin minn og hellir yfir mig heilli rauðvínsflösku fyrir framan alla og kýlir strákinn. Þarna „snappaði“ eitthvað hjá honum og ég man í hve miklu áfalli ég var eftir að þetta gerðist. Ég fór rakleitt heim, vakti mömmu mína hágrátandi og sagði henni hvað hafði gerst. Ég tók þegar í stað ákvörðun um að tala aldrei við hann aftur.“ Daginn eftir hringdi Mark í tugi skipta í Guðrúnu sem svaraði ekki símanum. En það leið ekki á löngu þar til hann náði að hitta á Guðrúnu úti á götu, þar sem hann vildi biðjast afsökunar á því sem hann hafði gert. „Þegar ég ákvað að setjast niður með honum og tala við hann aftur fannst hluta af mér ég vera að gera mistök með því að gefa honum annað tækifæri, en ég vildi trúa því að þetta hefði verið einstakt tilvik og hann hefði verið drukkinn og einfaldlega misst stjórn á sér. Við tókum saman á ný og í margar vikur á eftir var hann algjörlega frábær og sýndi allar sínar bestu hliðar. En eftir ákveðinn tíma byrjuðu litlu hlutirnir aftur. Þegar hann hafði unnið traust mitt aftur fór hann aftur að tala niður til mín og náði í raun að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma.“ Þegar þarna var komið var Guðrún komin með kvíða og byrjuð að einangra sig og farin að eiga erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi. Svo byrjaði líkamlega ofbeldið. „Ég man eftir tilfinningunni þegar hann sló og kýldi mig í fyrsta sinn. Þá var ég ekki með sömu sjálfsvirðingu og þegar hann hellti yfir mig rauðvíninu. Ég var orðin skíthrædd og háð viðurkenningu hans. Þegar ég fékk glóðaraugu málaði ég mig meira en nokkru sinni fyrr og þegar mamma spurði mig út í farðann sagðist ég bara vilja vera falleg. Ég var byrjuð að ljúga að fólkinu í kringum mig til að verja hann, án þess að gera mér grein fyrir því.“ Guðrún gerir hlé á máli sínu áður en hún horfir á mig einlægum augum til að leggja áherslu á það að hún skilji það mætavel að fólk sem hafi ekki verið í ofbeldissambandi geti örugglega ekki skilið af hverju hún hafi ekki hlaupið burt úr þessum aðstæðum. Týndi sjálfri sér gjörsamlega „Þetta gerist á svo lúmskan hátt og svo hægt og rólega að það er ótrúlega erfitt að koma þeim sem ekki hafa upplifað þetta í skilning um það hvernig svona lagað getur átt sér stað. Ég sé það núna að ég hætti bara smátt og smátt að gera mér grein fyrir muninum á réttu og röngu og týndi sjálfri mér einfaldlega algjörlega. Þegar þú ert orðinn þetta veikur fyrir og það er manneskja við hliðina á þér sem segist elska þig meira en allan heiminn ertu í raun orðinn algjörlega háður manneskjunni, samþykki hennar og leyfi hennar til að gera hluti. Þegar fólk er komið á þann stað sem ég var á er engin leið að koma sér burtu án hjálpar. Inn í þetta spilar svo líka mikil hræðsla. Ég var í raun logandi hrædd alla daga. Hann hótaði að drepa sjálfan sig, mig og mömmu mína og ég trúði því. Hann braut tölvuna mína og tók símann minn svo ég gæti ekki haft samskipti við fólk og hótaði að setja myndbönd sem hann tók af mér í leyfisleysi á internetið.“ Kýld með krepptum hnefa og missti málið í þrjá sólarhringa En þrátt fyrir ítrekaðar barsmíðar, stanslausar hótanir og mikla hræðslu náði Guðrún að slíta sambandinu við Mark með hjálp frá fjölskyldu og vinum. En hún var enn á Akranesi og hann líka og ekki leið á löngu þar til leiðir þeirra lágu saman á ný. „Ég man þetta kvöld eins og það hafi gerst í gær. Það var ball á Breiðinni, sem er gamall skemmtistaður á Akranesi. Ég var að tala við æskuvin minn og sat á billjard-borði þegar ég sé að hann kemur inn á staðinn. Ég fékk gríðarlegan hnút í magann þegar hann kemur gangandi að okkur og hugsaði með mér að nú myndi hann ganga í skrokk á vini mínum. Það sem hins vegar gerðist var að hann kýldi mig með krepptum hnefa fyrir framan alla, þannig að ég hrundi niður á borðið. Ég man að ég fann engan sársauka því að áfallið sem fylgdi því að hann hafði gert þetta fyrir framan alla var öllu yfirsterkara. Ég náði að staulast út af staðnum, en hann elti mig út og tók mig niður í jörðina og hélt mér fastri. Hann reif í hárið á mér og hélt mér niðri sama hvað ég barðist um. Það var fullt af fólki í kring að horfa á þetta, en enginn gerði neitt, þar til vinur minn kom eftir nokkrar mínútur og nær honum loks af mér. Ég var öll marin í framan og þurfti að ganga á hækjum í fjóra daga á eftir þar sem ég tognaði illa. Um leið og ég kom heim hringdi mamma í lögregluna og ég fór í skýrslutöku daginn eftir. Í miðri skýrslutöku fékk ég algjört taugaáfall. Ég grét á móðursýkislegan hátt og náði svo ekki að koma upp orði. Ég missti málið í þrjá sólarhringa eftir þetta. Kom ekki upp orði, þrátt fyrir að vinir og fjölskylda væru að reyna að tala við mig.“ Guðrún tárast þegar hún rifjar þetta upp og það er enn ekki laust við að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa verið í þessum aðstæðum svo lengi. „Þarna er ég loksins búin að finna styrk til að hætta með honum, en eftir stendur að ég bý í sama bæjarfélagi með mann nánast í næstu götu sem ég gat ekki fengið nálgunarbann á. Ég var farin að íhuga alvarlega að flýja land, þar sem ég vissi ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Ég átti svo eftir að sjá það sem eina kostinn í stöðunni þegar hann meiddi mig lífshættulega!“Fréttablaðið/SigtryggurFlýr land eftir að hafa verið nær dauða en lífi Hér er komið að síðasta skiptinu af ótal mörgum sem Mark gekk í skrokk á Guðrúnu og varð til þess að hún kærði hann loksins og flúði svo land í kjölfarið. „Eins og áður segir vorum við hætt saman, en hann hélt áfram að koma fyrir utan heimili mitt og lét mig ekki í friði. Hann sendi mér ítrekað myndir af sér að rispa á sér úlnliðina og sagðist ætla að drepa sig ef ég kæmi ekki og hótaði því líka að setja myndir og myndbönd af mér á netið sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Í eitt skiptið var ég verulega hrædd og lét til leiðast. Hann var mjög almennilegur þegar ég kom og við náðum að ræða saman á rólegum nótum. En þegar hann sagðist vilja byrja með mér aftur og ég sagði það ekki inni í myndinni, sturlaðist hann gjörsamlega. Hann bjó með þremur öðrum leikmönnum úr liði ÍA og þegar hann heyrði að þeir væru að koma inn í íbúðina dró hann mig á hárinu inn í herbergið sitt. Ég reyndi að berjast á móti, en hann var einfaldlega sterkari. Hann henti mér upp í rúm og byrjaði að berja mig. Strákarnir heyrðu hrópin í mér, en voru of hræddir til að koma inn. Ég komst að því eftir á að þeir hringdu í þjálfara liðsins frammi á gangi. Á þeim fimm mínútum sem liðu þar til þjálfarinn kom á staðinn náði Mark næstum því að drepa mig. Hann festi hendurnar á mér og var kominn það langt í að kyrkja mig að ég var öll orðin blá í framan og háræðarnar á hálsinum slitnuðu niður að brjóstum. Ég man að það sem ég hugsaði var: ,,Ég trúi ekki að ég sé að fara að deyja á þennan hátt!“ Ég fór að hugsa um foreldra mína og fjölskyldu og hélt bara að ég væri að deyja. Það síðasta sem ég man áður en þjálfarinn kom loks á staðinn var að hann skallaði mig í andlitið, þannig að báðar varir mínar sprungu illa.“ Þjálfari ÍA kom þegar þarna var komið sögu inn í herbergið og náði að koma Guðrúnu Dögg út úr herberginu og koma henni við illan leik heim til sín. Hún hafði þegar í stað samband við lögreglu og kærði í kjölfarið Mark Doninger fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir. ,,Ég kærði hann fyrir árásirnar sem höfðu átt sér stað fyrir framan annað fólk, en gat auðvitað ekki kært hann fyrir öll skiptin sem hann réðst á mig þegar við vorum tvö ein, þar sem vitni skorti.“ Mark hafði þegar fengið annan dóm fyrir alvarlega líkamsárás á karlmann þegar þarna var komið sögu. Samt tók átta mánuði að fá dóm í málinu og þar sem Guðrún gat ekki fengið nálgunarbann á Mark átti hún þann kost einan að flýja land. „Hann hélt áfram að standa fyrir utan íbúðina mína á kvöldin, aftur og aftur, þannig að ég sá bara eina lausn. Að flýja land. Ég flutti til Kanada og þaðan til London og fékk sem betur fer verkefni þar á meðan ég beið eftir að dómurinn félli.“ Þegar dómur loksins féll þótti hafið yfir allan vafa að Mark hefði gerst sekur um umrædd brot, enda fleiri en eitt vitni í báðum tilvikum. Hann var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands, en ákvað engu að síður að áfrýja dómnum. Hæstiréttur þyngdi dóminn upp í átta mánuði, en engu að síður var dómurinn enn skilorðsbundinn og Mark gekk því um sem frjáls maður. Í heil fjögur ár eftir þetta hélt hann áfram að reyna að ná til Guðrúnar. Samkvæmt öruggum heimildum höfundar reyndi Mark að komast á reynslu hjá íslensku knattspyrnufélagi fyrr á þessu ári í gegnum umboðsmann sinn. Félagið tók ekki við honum, en Guðrún er enn ekki laus við hræðsluna um að Mark komi aftur til landsins.Ósátt við knattspyrnudeild ÍA Það sem situr enn í Guðrúnu er hvernig knattspyrnudeild ÍA stóð að málinu. Á meðan á málaferlunum stóð studdi félagið við bakið á Mark allan tímann, jafnvel þó að þjálfari liðsins hafi komið að honum að reyna að drepa hana. „Ég skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim tókst að taka svona á þessu máli. Íþróttafélag sem borgar manni laun fyrir að vera íþróttamaður og fyrirmynd getur ekki látið eins og ekkert sé þegar vitað er að hann er að berja kærustuna sína í spað. Ég hafði samband við félagið og grátbað þá um að segja upp samningnum við hann þannig að hann færi frá Akranesi eftir að hann hafði reynt að drepa mig og hélt áfram að mæta fyrir utan heimilið mitt, en allt kom fyrir ekki. Mér var tjáð að málið snerist um peninga og væri auk þess einkamál leikmannsins. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar að ég loks fékk bréf frá félaginu, þar sem ég var beðin afsökunar á því hve illa var staðið að málinu. Það var mjög fallegt, en kom frá nýjum aðilum í stjórn ÍA og ekki fyrr en einn helsti styrktaraðili liðsins sagðist vera að íhuga að hætta stuðningi við liðið vegna málsins. Þeir sem voru við stjórnvölinn á meðan á ofbeldinu stóð hafa enn ekki beðist afsökunar. Eftir að þetta hafði gerst tók svo annað íslenskt félag, Stjarnan, við Mark Doninger, þrátt fyrir að þeim hlyti að hafa verið kunnugt um hvað hann hafði gert. Ég á enn reglulega erfitt með að skilja það líka.“ Það hefur tekið Guðrúnu sex löng ár að komast aftur á beinu brautina, hægt og rólega.Bjart fram undan eftir margra ára uppbyggingu „Ég var í raun algjör brunarúst eftir allt þetta ferli. Ég var komin með alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, félagsfælni og alvarlega áfallastreitu. Þurfti að fara á lyf við kvíða og var stanslaust hrædd. Hver einasti dagur hjá mér í nokkur ár markaðist í raun af mikilli hræðslu. En ég hef í sex ár eftir þetta verið í stanslausri vinnu með sjálfa mig. Ég hef gengið til sálfræðings, geðlæknis, farið í Kvennaathvarfið, EMDR-meðferð og fleira. Þetta hefur verið langt og erfitt ferli, en ég er fyrst núna að komast í gott jafnvægi á nýjan leik. Ég get ekki lagt næga áherslu á það hvað Kvennaathvarfið hjálpaði mér gríðarlega í þeirri vinnu að átta mig á að ég ætti ekki sök á því sem gerðist. Mér líður í raun eins og ég hafi verið að berjast við að halda lífi í fimm ár eftir þetta og það er fyrst núna á sjötta árinu sem ég er í alvöru að koma til baka og finna sjálfa mig upp á nýtt.“ Þegar ég spyr Guðrúnu af hverju hún hafi ákveðið að stíga fram og segja frá þessu núna stendur ekki á svörum. „Mig hefur mjög lengi langað til að segja frá þessu, en það er fyrst núna sem ég treysti mér til þess. Mér leið í mörg ár illa og fannst ég óvelkomin, vegna þess að ég kom alltaf að lokuðum dyrum hjá knattspyrnufélaginu, þegar ég og fjölskylda mín reyndum aftur og aftur að fá aðstoð vegna síendurtekins ofbeldis. Ég átti erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi í nærri sex ár vegna þessa. Mér leið eins og sökin væri mín en ekki hans, sem er í raun það sem ofbeldissambönd ganga oft út á. Ég man enn að ég fékk miklar hamingjuóskir frá fjölskyldunni þegar ég gat í fyrsta skipti farið í Krónuna á Akranesi. Ég hef oft keyrt alla leið til Reykjavíkur bara til að fara í búð. Þannig að ég hef einfaldlega ekki verið í ástandi til að treysta mér í viðtal eins og þetta fyrr en núna. Maður getur átt von á alls kyns hlutum þegar maður opnar sig eins og ég er að gera í þessu viðtali og þá verður maður að vera kominn í gott jafnvægi.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Doninger dæmdur fyrir líkamsárás Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger, sem lék með Stjörnunni og ÍA, hefur fengið sinn annan dóm fyrir líkamsárás á Íslandi. Að þessu sinni fyrir að hafa í tvígang beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. 12. október 2012 13:45 Dæmdur í 45 daga fangelsi Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. 12. október 2012 00:01 Mark Doninger á frjálsri sölu til Stjörnunnar | Mætir Martin á morgun Englendingurinn Mark Doninger spilar með Stjörnunni í Pepsi-deild karla út tímabilið. Doninger fékk á dögunum leyfi Skagamanna til þess að ræða við önnur lið en hann hefur látið í ljós óánægju sína með lífið á Akranesi. 20. júlí 2012 15:13 Doninger auglýsir sjálfan sig á Twitter Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger virðist vera orðin örvæntingafullur í leit sinni að nýju félagi en hann setti inn einskonar auglýsingu á Twitter-síðu sinni í dag. 5. júlí 2013 15:42 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Sjá meira
Doninger dæmdur fyrir líkamsárás Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger, sem lék með Stjörnunni og ÍA, hefur fengið sinn annan dóm fyrir líkamsárás á Íslandi. Að þessu sinni fyrir að hafa í tvígang beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. 12. október 2012 13:45
Dæmdur í 45 daga fangelsi Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. 12. október 2012 00:01
Mark Doninger á frjálsri sölu til Stjörnunnar | Mætir Martin á morgun Englendingurinn Mark Doninger spilar með Stjörnunni í Pepsi-deild karla út tímabilið. Doninger fékk á dögunum leyfi Skagamanna til þess að ræða við önnur lið en hann hefur látið í ljós óánægju sína með lífið á Akranesi. 20. júlí 2012 15:13
Doninger auglýsir sjálfan sig á Twitter Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger virðist vera orðin örvæntingafullur í leit sinni að nýju félagi en hann setti inn einskonar auglýsingu á Twitter-síðu sinni í dag. 5. júlí 2013 15:42