Vill verða Díana númer 2 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. maí 2018 08:30 Meghan og Harry ljóma venjulega af hamingju þegar þau sjást saman. Þau ganga í hjónaband 19. maí. NordicPhotos/getty Mikil eftirvænting ríkir vegna væntanlegs brúðkaups Harry Bretaprins og hinnar bandarísku Meghan Markle, sem haldið verður hinn 19. maí. Fyrir einhverjum áratugum hefði verið óhugsandi að bandarísk fráskilin kona, dóttir blökkukonu, giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Athygli hefur vakið að engum þjóðarleiðtogum, hvorki núverandi né fyrrverandi, er boðið í brúðkaupið. Sagt er að Harry hafi viljað bjóða Barack Obama en vel hefur farið á með þeim. Breska ríkisstjórnin er sögð hafa lagst gegn því þar sem túlka hefði mátt það boð sem verið væri að gefa Donald Trump langt nef. Um 600 manns er boðið til brúðkaupsins og 2.600 óbreyttum borgurum er boðið í móttöku á þessum hátíðisdegi. Hin 36 ára gamla verðandi brúður er stöðugt umfjöllunarefni fjölmiðla og prýðir forsíður blaða og tímarita. Einnig hafa komið út bækur um hana, sú sem mesta athygli vekur er Meghan: A Hollywood Princess, en höfundurinn er Andrew Morton, höfundur metsölubókarinnar Diana: Her True Story. Meghan mun reyndar hafa lesið þá bók, enda lítur hún að sögn á Díönu prinsessu sem fyrirmynd sína og dáist að mannúðarstörfum hennar. Á sínum tíma horfði hún á jarðarför Díönu með vinkonum sínum og tárin streymdu niður kinnar þeirra. Æskuvinkona hennar segir að Meghan hafi ætíð viljað verða Díana númer tvö.Meghan virkaði yfirleitt mjög uppstillt á myndum með eiginmanninum Trevor Engelson.Sundruð fjölskylda Foreldrar hennar, blökkukonan Doria Ragland förðunarmeistari og faðirinn, Tom Markle ljósamaður, kynntust við gerð sjónvarpsþáttanna General Hospital. Tom á tvö börn af fyrra hjónabandi, Samönthu og Thomas. Meghan er einkabarn foreldra sinna og varð strax augasteinn föður síns. Foreldrarnir skildu þegar Meghan var tveggja ára gömul og enn mun kalt á milli þeirra. Sú úlfúð er sögð hafa sett mark sitt á Meghan. Undanfarin ár hefur Meghan lítið sem ekkert talað við hálfsystur sína og hálfbróður sinn sá hún síðast árið 2011. Samantha hefur lýst Meghan sem ofur metnaðargjarni og sjálfhverfri konu. Thomas sagði nýlega að Meghan væri engin Díana, hún væri ekki ekta. Hann sagði hana vera að sundra fjölskyldunni með því að bjóða ekki nánum ættingjum til brúðkaupsins. Hvorki Samantha né Thomas hafa fengið boðskort, en talið er víst að faðir og móðir Meghan muni verða í hópi boðsgesta. Samantha og Thomas vinna, hvort í sínu lagi, að bók um hálfsystur sína.Skrifaði Hillary Clinton Móðir Meghan er sögð afar sjálfstæð kona sem láti engan vaða yfir sig. Meghan er sögð líkjast henni að því leyti. Meghan var einungis ellefu ára þegar hún sá ástæðu til að bregðast við fullyrðingu í auglýsingu um uppþvottalög en varan var auglýst með orðunum: Konur um alla Ameríku eiga í baráttu við fituga potta og pönnur. Hún lét sér ekki einungis nægja að skrifa stjórnarformanni fyrirtækisins bréf heldur skrifaði einnig til forsetafrúarinnar Hillary Clinton og fór fram á að setningunni yrði breytt í: Fólk um alla Ameríku á í baráttu við fituga potta og pönnur. Auglýsingunni var breytt eins og Meghan hafði lagt til. Þetta framtak Meghan varð til þess að sjónvarpsstöðvar gerðu sér ferð í skóla hennar til að taka viðtöl við hana. Mörgum árum síðar þegar Meghan var orðin þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Suits kvartaði hún undan því við framleiðendur þáttanna að of mörg óþörf atriði snerust um að sýna hana hálfnakta. Þessu var samstundis breytt.Meghan og Kate, eiginkona Vilhjálms prins, eru sagðar ná vel saman.Sendi giftingarhringinn í pósti Meghan ákvað að leggja fyrir sig leiklist. Þar þurfti hún að sýna þrautseigju og vann fyrir sér í Los Angeles sem þjónustustúlka á veitingahúsi og hraðritari milli þess sem hún lék smáhlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún kynntist framleiðandanum Trevor Engelson og var trúlofuð honum þegar hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Suits sem teknir voru upp í Kanada. Þetta kostaði miklar fjarvistir við unnustann sem þau settu ekki fyrir sig og gengu í hjónaband eftir að hafa verið í sambandi í sjö ár. Vinsældir þáttanna jukust jafn og þétt og Meghan var orðin fræg og eftirsótt. Í ævisögu Andrew Morton kemur fram að Meghan sé afar metnaðargjörn og að vinir hennar í áraraðir hafi tekið eftir breytingu á henni þegar hún var farin að njóta velgengni því hún hafði ekki lengur tíma til að hitta þá. Meghan sagði eitt sinn að hún gæti ekki ímyndað sér lífið án Trevors. Það breyttist fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband. Hún er að eigin sögn haldin fullkomnunaráráttu en hann er þekktur fyrir kæruleysi, er til dæmis með endemum óstundvís. Meghan ákvað að skilja við mann sinn eftir tveggja ára hjónaband og sagt er að hún hafi undirstrikað þá ákvörðun sína með því að senda honum giftingarhring sinn og trúlofunarhring í ábyrgðarpósti. Ákvörðun Meghan kom Trevor mjög á óvart og sagt er að hann líti svo á að hún hafi komið afar illa fram við hann. Þegar fjölmiðlar leita hann uppi til að fá hann til að ræða um Meghan er viðkvæði hans: „Ég hef ekkert um hana að segja.“ Trevor virðist samt eiga ýmislegt ósagt en hann er um þessar mundir að framleiða sjónvarpsþætti um mann sem á fyrrverandi eiginkonu sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna.Meghan Markle verður senn hluti af bresku konungsfjölskyldunni.Kýs hamingjuna Mottó Meghan er: „Ég kýs hamingjuna.“ Hún virðist sannarlega hafa fundið hamingjuna með Harry Bretaprinsi en sameiginlegur vinur kynnti þau í júlímánuði 2016. Það var ást við fyrstu sýn. Eftir nokkurra mánaða kynni bauð Harry Meghan í safaríferð til Afríku. Hún var fjórða vinkonan sem hann bauð til Afríku. Þau bjuggu síðan saman á heimili Harrys, Nottingham Cottage, sem er í grennd við Kensington og mun vera mun minna en hús hennar í Toronto. Á síðustu vikum hafa sérfræðingar í líkamstjáningu annars vegar rýnt í myndir sem sýna Meghan með Trevor meðan þau voru gift og hins vegar í myndir af Meghan og Harry. Myndirnar segja gjörólíka sögu. Ekki er hægt að ráða af myndum af Meghan og Trevor að hún sé ástfangin af honum, hún er uppstillt með frosið bros, meðan myndirnar af henni og Harry sýna afslappaða konu sem ljómar af hamingju. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna væntanlegs brúðkaups Harry Bretaprins og hinnar bandarísku Meghan Markle, sem haldið verður hinn 19. maí. Fyrir einhverjum áratugum hefði verið óhugsandi að bandarísk fráskilin kona, dóttir blökkukonu, giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Athygli hefur vakið að engum þjóðarleiðtogum, hvorki núverandi né fyrrverandi, er boðið í brúðkaupið. Sagt er að Harry hafi viljað bjóða Barack Obama en vel hefur farið á með þeim. Breska ríkisstjórnin er sögð hafa lagst gegn því þar sem túlka hefði mátt það boð sem verið væri að gefa Donald Trump langt nef. Um 600 manns er boðið til brúðkaupsins og 2.600 óbreyttum borgurum er boðið í móttöku á þessum hátíðisdegi. Hin 36 ára gamla verðandi brúður er stöðugt umfjöllunarefni fjölmiðla og prýðir forsíður blaða og tímarita. Einnig hafa komið út bækur um hana, sú sem mesta athygli vekur er Meghan: A Hollywood Princess, en höfundurinn er Andrew Morton, höfundur metsölubókarinnar Diana: Her True Story. Meghan mun reyndar hafa lesið þá bók, enda lítur hún að sögn á Díönu prinsessu sem fyrirmynd sína og dáist að mannúðarstörfum hennar. Á sínum tíma horfði hún á jarðarför Díönu með vinkonum sínum og tárin streymdu niður kinnar þeirra. Æskuvinkona hennar segir að Meghan hafi ætíð viljað verða Díana númer tvö.Meghan virkaði yfirleitt mjög uppstillt á myndum með eiginmanninum Trevor Engelson.Sundruð fjölskylda Foreldrar hennar, blökkukonan Doria Ragland förðunarmeistari og faðirinn, Tom Markle ljósamaður, kynntust við gerð sjónvarpsþáttanna General Hospital. Tom á tvö börn af fyrra hjónabandi, Samönthu og Thomas. Meghan er einkabarn foreldra sinna og varð strax augasteinn föður síns. Foreldrarnir skildu þegar Meghan var tveggja ára gömul og enn mun kalt á milli þeirra. Sú úlfúð er sögð hafa sett mark sitt á Meghan. Undanfarin ár hefur Meghan lítið sem ekkert talað við hálfsystur sína og hálfbróður sinn sá hún síðast árið 2011. Samantha hefur lýst Meghan sem ofur metnaðargjarni og sjálfhverfri konu. Thomas sagði nýlega að Meghan væri engin Díana, hún væri ekki ekta. Hann sagði hana vera að sundra fjölskyldunni með því að bjóða ekki nánum ættingjum til brúðkaupsins. Hvorki Samantha né Thomas hafa fengið boðskort, en talið er víst að faðir og móðir Meghan muni verða í hópi boðsgesta. Samantha og Thomas vinna, hvort í sínu lagi, að bók um hálfsystur sína.Skrifaði Hillary Clinton Móðir Meghan er sögð afar sjálfstæð kona sem láti engan vaða yfir sig. Meghan er sögð líkjast henni að því leyti. Meghan var einungis ellefu ára þegar hún sá ástæðu til að bregðast við fullyrðingu í auglýsingu um uppþvottalög en varan var auglýst með orðunum: Konur um alla Ameríku eiga í baráttu við fituga potta og pönnur. Hún lét sér ekki einungis nægja að skrifa stjórnarformanni fyrirtækisins bréf heldur skrifaði einnig til forsetafrúarinnar Hillary Clinton og fór fram á að setningunni yrði breytt í: Fólk um alla Ameríku á í baráttu við fituga potta og pönnur. Auglýsingunni var breytt eins og Meghan hafði lagt til. Þetta framtak Meghan varð til þess að sjónvarpsstöðvar gerðu sér ferð í skóla hennar til að taka viðtöl við hana. Mörgum árum síðar þegar Meghan var orðin þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Suits kvartaði hún undan því við framleiðendur þáttanna að of mörg óþörf atriði snerust um að sýna hana hálfnakta. Þessu var samstundis breytt.Meghan og Kate, eiginkona Vilhjálms prins, eru sagðar ná vel saman.Sendi giftingarhringinn í pósti Meghan ákvað að leggja fyrir sig leiklist. Þar þurfti hún að sýna þrautseigju og vann fyrir sér í Los Angeles sem þjónustustúlka á veitingahúsi og hraðritari milli þess sem hún lék smáhlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún kynntist framleiðandanum Trevor Engelson og var trúlofuð honum þegar hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Suits sem teknir voru upp í Kanada. Þetta kostaði miklar fjarvistir við unnustann sem þau settu ekki fyrir sig og gengu í hjónaband eftir að hafa verið í sambandi í sjö ár. Vinsældir þáttanna jukust jafn og þétt og Meghan var orðin fræg og eftirsótt. Í ævisögu Andrew Morton kemur fram að Meghan sé afar metnaðargjörn og að vinir hennar í áraraðir hafi tekið eftir breytingu á henni þegar hún var farin að njóta velgengni því hún hafði ekki lengur tíma til að hitta þá. Meghan sagði eitt sinn að hún gæti ekki ímyndað sér lífið án Trevors. Það breyttist fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband. Hún er að eigin sögn haldin fullkomnunaráráttu en hann er þekktur fyrir kæruleysi, er til dæmis með endemum óstundvís. Meghan ákvað að skilja við mann sinn eftir tveggja ára hjónaband og sagt er að hún hafi undirstrikað þá ákvörðun sína með því að senda honum giftingarhring sinn og trúlofunarhring í ábyrgðarpósti. Ákvörðun Meghan kom Trevor mjög á óvart og sagt er að hann líti svo á að hún hafi komið afar illa fram við hann. Þegar fjölmiðlar leita hann uppi til að fá hann til að ræða um Meghan er viðkvæði hans: „Ég hef ekkert um hana að segja.“ Trevor virðist samt eiga ýmislegt ósagt en hann er um þessar mundir að framleiða sjónvarpsþætti um mann sem á fyrrverandi eiginkonu sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna.Meghan Markle verður senn hluti af bresku konungsfjölskyldunni.Kýs hamingjuna Mottó Meghan er: „Ég kýs hamingjuna.“ Hún virðist sannarlega hafa fundið hamingjuna með Harry Bretaprinsi en sameiginlegur vinur kynnti þau í júlímánuði 2016. Það var ást við fyrstu sýn. Eftir nokkurra mánaða kynni bauð Harry Meghan í safaríferð til Afríku. Hún var fjórða vinkonan sem hann bauð til Afríku. Þau bjuggu síðan saman á heimili Harrys, Nottingham Cottage, sem er í grennd við Kensington og mun vera mun minna en hús hennar í Toronto. Á síðustu vikum hafa sérfræðingar í líkamstjáningu annars vegar rýnt í myndir sem sýna Meghan með Trevor meðan þau voru gift og hins vegar í myndir af Meghan og Harry. Myndirnar segja gjörólíka sögu. Ekki er hægt að ráða af myndum af Meghan og Trevor að hún sé ástfangin af honum, hún er uppstillt með frosið bros, meðan myndirnar af henni og Harry sýna afslappaða konu sem ljómar af hamingju.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira