Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. maí 2018 07:00 Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, var hér við minningarathöfn um hermenn sem fórust hér 1943. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira
Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira