Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 10:30 Fá Íslendingar brátt Tesla-umboð hingað til lands? Vísir/Getty Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018 Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018
Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent