Lífið

Tónlistarparið Lisa Knapp og Gerry Diver í Hörpu

Benedikt Bóas skrifar
Lisa Knapp hefur fengið góða dóma  fyrir nýjustu plötu sína.
Lisa Knapp hefur fengið góða dóma fyrir nýjustu plötu sína.
Þjóðlagatónlistarhjónin Lisa Knapp og Gerry Diver, sem eru meðal þeirra fremstu í flokki þjóðlagatónlistarmanna á Bretlandseyjum um þessar mundir, halda tónleika í Hörpu á morgun. Þau hafa saman og hvort í sínu lagi vakið athygli fyrir sína nýstarlega og skapandi nálgun að enskri og írskri tónlistarhefð.

Lisa Knapp hefur hlotið BBC 2 Folk Award og hefur nýjasta plata hennar, Till April is dead, fengið lofsamlega dóma í The Guardian, Mojo, fRoots og fleiri miðlum. Meðal þeirra er koma við sögu á þeirri plötu eru skáldið og listamaðurinn David Tibet og Graham Coxon úr Blur.

Írski fiðluleikarinn Gerry Diver á djúpar rætur í keltneskri tónlist en er einnig mjög virtur og eftirsóttur upptökustjóri í London og hefur í seinni tíð unnið náið með ýmsum á borð við Youth og Tom Robinson. Hann hefur einnig vakið athygli fyrir verk sitt The Speech Project þar sem hann tvinnar saman frásagnir og hugmyndaheim merkra einstaklinga úr írskum þjóðlagaheimi og tónlist.

Þau Lisa og Gerry munu heiðra gesti Hörpu, nánar tiltekið Kaldalóns, með nærveru sinni á morgun kl. 20.30 í boði Heimstónlistarklúbbsins sem er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×