Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ungir háskólanemar í ævintýraleit eru skotmörk ferðaþjónustufyrirtækja sem greiða þeim laun langt undir taxta. Fréttablaðið/Ernir Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30
Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33