Innlent

Manngerð laug ekki náttúruleg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fontana á Laugarvatni
Fontana á Laugarvatni VÍSIR/PJETUR
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur hafnað kröfu Laugarvatns Fontana um starfsleyfi fyrir náttúrulaug. Með því er niðurstaða Heilbrigðiseftirlits Suðurlands staðfest.

Synjað er vegna þess að laugin er manngerð. Forsvarsmenn Fontana töldu að þótt laugarstæðið væri manngert þá rynni náttúruvatn óhindrað og án allra viðbættra efna í laugina.

Þar sem laugin flokkaðist ekki sem náttúrulaug var fyrirtækinu gert að koma fyrir í henni búnaði til að sótthreinsa vatnið í samræmi við reglur um hollustuhætti.




Tengdar fréttir

Kæra synjun á náttúrulaug

Fontana ehf. á Laugarvatni hefur kært ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um að synja fyrirtækinu um leyfi til að skilgreina eina laug á svæðinu sem „baðstað í náttúrunni“.

Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða

Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×