Oddvitaáskorunin: Mætti grunlaus í eigið brúðkaup Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2018 13:30 Glens og gaman í myndatöku. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sara Dögg er menntaður grunnskólakennari og skólamál eiga hug hennar og hjarta. Hún hefur lengst af unnið að nýbreytni í skólakerfinu fyrst sem kennari en síðar sem skólastjóri hjá Hjallastefnunni þar sem hún byggði upp Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og síðar Vífilsskóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þá var Sara Dögg verkefnastjóri yfir grunnskólum Hjallastefnunnar um tíma. Hún starfaði sem ráðgjafi í menntamálum hjá Tröppu ehf. um skeið og síðar setti hún á legg skólaúrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda hjá Vinakoti ehf. Áður starfaði Sara Dögg hjá Samtökunum ‘78 sem fræðslustjóri og um tíma sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þátttaka í félagsmálum hefur alla tíð togað í. Sara Dögg er gift Bylgju Hauksdóttur og eru þær stuðningforeldrar unglingsstúlku eða öllu heldur sammæður. Sara Dögg er ein fjögurra stofnenda og stjórnenda Arnarskóla sem er nýr skóli fyrir fötluð börn. „Ég vil taka þátt í að virkja lýðræðið í bænum mínum og gera betur í menntun og velferð barna og ungmenna. Þess vegna tek ég sæti á Garðabæjarlistanum.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mín heimasveit – ReykhólasveitinHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villigæsin reitt og sviðinHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er svo heppin að elda segjum bara sirka aldrei þar sem ég er svo vel gift.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Girls just wanna have fun Cindy Lauper klikkar aldrei.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það vandræðalegasta sem kemur reglulega fyrir mig er þegar ég í alvörunni þarf að leita að bílnum mínum þar sem mér er fyrirmunað að muna hvar ég hef lagt honum. Þetta er yfirleitt þannig að ég þramma fram og til baka um bílastæði, stundum laugaveginn og ýti viðstöðulaust á opnarann á bíllyklinum í von um að sjá blikkandi ljós.Draumaferðalagið? Þegar ég hjólaði Jakobsstíginn. Gæti farið aftur og aftur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Versti og jafnframt besti hrekkurinn sem ég hef lent í var þegar ég mætti í eigið brúðkaup án þess að hafa nokkurn einasta grun um að ég væri að fara að gitfa mig. Hjónabandið stendur þó enn. Konan mín hafði í þrjá mánuði undirbúið giftingu án minnan vitundar. Hressandi, skemmtilegt og óvænt!Sara Dögg og meðframbjóðendur hennar.Hundar eða kettir? Verð að segja hundar þar sem ég á einn en ég elska samt ketti meira :)Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er hræðileg með bíómyndir get ekki horft á þær oftar en einu sinni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég myndi vilja sjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekkert um Game of Thrones þar sem ég hef aldrei fylgst með þeim þáttum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já fyrir of hraðan akstur einu sinni.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi minn.Uppáhalds bókin? Alkemistinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hin eina sanna Gintussa.Uppáhalds þynnkumatur? Fjárans hamborgarinn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Meira menning en helst blanda af hvoru tveggja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en í sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sumarið er tíminnEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er farið að pirra mig svolítið að eiga ekkert svona Kaffivest kaffihús. Það má svo sannarlega laga það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Harpa Þorsteinsdóttir hún er eitthvað svo nett.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sara Dögg er menntaður grunnskólakennari og skólamál eiga hug hennar og hjarta. Hún hefur lengst af unnið að nýbreytni í skólakerfinu fyrst sem kennari en síðar sem skólastjóri hjá Hjallastefnunni þar sem hún byggði upp Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og síðar Vífilsskóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þá var Sara Dögg verkefnastjóri yfir grunnskólum Hjallastefnunnar um tíma. Hún starfaði sem ráðgjafi í menntamálum hjá Tröppu ehf. um skeið og síðar setti hún á legg skólaúrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda hjá Vinakoti ehf. Áður starfaði Sara Dögg hjá Samtökunum ‘78 sem fræðslustjóri og um tíma sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þátttaka í félagsmálum hefur alla tíð togað í. Sara Dögg er gift Bylgju Hauksdóttur og eru þær stuðningforeldrar unglingsstúlku eða öllu heldur sammæður. Sara Dögg er ein fjögurra stofnenda og stjórnenda Arnarskóla sem er nýr skóli fyrir fötluð börn. „Ég vil taka þátt í að virkja lýðræðið í bænum mínum og gera betur í menntun og velferð barna og ungmenna. Þess vegna tek ég sæti á Garðabæjarlistanum.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mín heimasveit – ReykhólasveitinHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villigæsin reitt og sviðinHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er svo heppin að elda segjum bara sirka aldrei þar sem ég er svo vel gift.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Girls just wanna have fun Cindy Lauper klikkar aldrei.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það vandræðalegasta sem kemur reglulega fyrir mig er þegar ég í alvörunni þarf að leita að bílnum mínum þar sem mér er fyrirmunað að muna hvar ég hef lagt honum. Þetta er yfirleitt þannig að ég þramma fram og til baka um bílastæði, stundum laugaveginn og ýti viðstöðulaust á opnarann á bíllyklinum í von um að sjá blikkandi ljós.Draumaferðalagið? Þegar ég hjólaði Jakobsstíginn. Gæti farið aftur og aftur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Versti og jafnframt besti hrekkurinn sem ég hef lent í var þegar ég mætti í eigið brúðkaup án þess að hafa nokkurn einasta grun um að ég væri að fara að gitfa mig. Hjónabandið stendur þó enn. Konan mín hafði í þrjá mánuði undirbúið giftingu án minnan vitundar. Hressandi, skemmtilegt og óvænt!Sara Dögg og meðframbjóðendur hennar.Hundar eða kettir? Verð að segja hundar þar sem ég á einn en ég elska samt ketti meira :)Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er hræðileg með bíómyndir get ekki horft á þær oftar en einu sinni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég myndi vilja sjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekkert um Game of Thrones þar sem ég hef aldrei fylgst með þeim þáttum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já fyrir of hraðan akstur einu sinni.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi minn.Uppáhalds bókin? Alkemistinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hin eina sanna Gintussa.Uppáhalds þynnkumatur? Fjárans hamborgarinn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Meira menning en helst blanda af hvoru tveggja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en í sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sumarið er tíminnEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er farið að pirra mig svolítið að eiga ekkert svona Kaffivest kaffihús. Það má svo sannarlega laga það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Harpa Þorsteinsdóttir hún er eitthvað svo nett.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”