Oddvitaáskorunin: Plötuð til að borða kattamat Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2018 15:00 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir lista Pírata í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd og uppalin í Neskaupstað en flutti 15 ára gömul í Kópavog með foreldrum mínum og býr þar nú ásamt manninum mínum, Óttari Helga og þremur börnum okkar, Agli Þór 5 ára, Freysteini Páli 2 ára og Margréti Lilju 8 mánaða. Ég er sálfræðingur að mennt en hef auk þess unnið við kennslu og rannsóknir, ásamt því að sitja nú sem fulltrúi foreldra í leikskólanefnd Kópavogs. Helstu áhugamál mín eru útivist og ferðalög, en ég hef meðal annars starfað í björgunarsveit frá unglingsaldri, flakkað um heiminn með bakpoka í tólf mánuði og haldið jól í fimm heimsálfum. Ég er ekki hinn týpíski frambjóðandi sem hefur alltaf ætlað sér í stjórnmál, ég sá það reyndar bara alls ekki fyrir mér fyrir nokkrum árum síðan. Svo kynntist ég Pírötum í árdaga flokksins 2013 og heillaðist af grunngildum þeirra um gagnrýna hugsun, lýðræði og áherslu á að taka vel upplýstar ákvarðanir í samráði við þá sem málin varða. Ég var svo varaþingmaður á fyrsta kjörtímabili flokksins og sat á Alþingi í fjarveru Ástu Guðrúnar. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að búa til betra samfélag í Kópavogi. Uppáhalds málefni mín eru aukið íbúalýðræði og fjölgun gæðastunda fjölskyldna.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Norðfjörður, einnig þekktur sem 740 Paradís.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Neskaupstaður togar nú alltaf í mig þegar ég fer þangað enda er ég fædd þar og uppalin fyrstu fjórtán ár ævi minnar. Annars gæti ég líka hugsað mér að búa á Akureyri sem er að mínu mati mátulega stórt bæjarfélag og mitt á milli þeirra tveggja sem ég á rætur til.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst þessi spurning eins og ég ætti að gera upp á milli barnanna minna. Ég er ein af þeim sem lifi fyrir að borða frekar en að borða til að lifa. Ég elska mat, mér þykir flestur matur góður og sérstaklega ef ég nýt hans í góðum félagsskap.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Eins mikið og ég elska mat þá er ég ekki mikið fyrir að matreiða hann sjálf. Ég keypti mér þó hægsuðupott fyrir nokkrum árum og það klikkar aldrei að henda allskonar grænmeti, baunum, kókosmjólk og karrý í hann og bera fram með naan brauði.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Við tveggja ára sonurinn blöstum gjarnan Despacito og dönsum eins og brjálæðingar í stofunni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég á erfitt með þessa, það er eiginlega þrennt sem kemur til greina: 1) Ég lendi aldrei í neinu vandræðalegu, 2) Mér finnst fátt vandræðalegt, 3) Ég bæli minningar af vandræðalegum atvikum jafnóðum.Draumaferðalagið? Um þessar mundir þrái ég helst barnlaust frí eitthvert þar sem er hlýtt.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei. Ef lífið væri eilíft, myndi það ekki glata öllu sem gæfi því merkingu, strúktúr, skipulag eða tilgang? Ímyndaðu þér að þú borðir gómsæta kökusneið eða lesir góða bók. Það er dásamlegt, en eitt af því sem gerir það svo dásamlegt er að það tekur enda. Bók sem heldur áfram að eilífu eða kaka sem þú borðar út í hið óendanlega myndi fljótlega missa sjarmann. (Tilvitnun frá breska Húmanistafélaginu).Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég gisti hjá bestu vinkonu minni, ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára og hún sjö. Þegar við vorum að fara að fá okkur morgunmat opnaði hún skápinn og spurði mig „Hvort viltu Cheerios, Cornflakes... eða... eða þetta með kisumyndinni?”. Ég hef alltaf verið nýjungagjörn þegar kemur að mat (og aldrei átt kött!) svo ég valdi auðvitað þetta með kisumyndinni. Hún hellti í skál fyrir mig og horfði spennt á þegar ég tók fyrsta bitann. Ég bað um sykur út á og borðaði svo með bestu lyst!Hundar eða kettir? Hvort tveggja svo góð á sinn hátt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Pirates of the Caribbean.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Charlize Theron.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Greyjoy, því Asha (Yara í þáttunum) er mesti Píratinn, klár harðjaxl sem vill umbætur og hætta endalausu rupli og byggja upp.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já þegar ég var 14 ára gömul á tónlistarhátíð í Laugardalnum eitthvað aðeins of lengi frameftir. Var ekki með neinn usla, bara að labba á milli tónleikasvæða en var komin eitthvað umfam skilgreindan útivistartíma.Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er nýfallin fyrir Siggu Ey eftir að hafa séð hana á sviði. Hvílíkur kraftur!Sigurbjörg og átta mánaða dóttir hennar.Uppáhalds bókin? Perfume: The Story of a Murderer eftir Patrick Süskind.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gott rauðvín.Uppáhalds þynnkumatur? BBQ kjúklingaborgari á KFC.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning í sól.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki síðan ég var krakki!Hvaða lag kemur þér í gírinn? Son of a Preacher Man með Dusty Springfield.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Í stóra samhenginu er þetta líklega smávægilegt en fyrir þá sem þetta snertir er þetta stórt mál: Það er ekki nægt framboð af dagvistun fyrir börn að loknu fæðingarorlofi og engar greiðslur í boði fyrir foreldra á meðan þeir komast ekki til vinnu.Á að banna flugelda? Björgunarsveitakonan og barnið í mér segja nei en umhverfisverndarsinninn já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Harpa Þorsteinsdóttir, því hún lætur ekki samfélagslegan þrýsting vegna barneigna koma í veg fyrir að hún geri það sem hana langar til.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir lista Pírata í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd og uppalin í Neskaupstað en flutti 15 ára gömul í Kópavog með foreldrum mínum og býr þar nú ásamt manninum mínum, Óttari Helga og þremur börnum okkar, Agli Þór 5 ára, Freysteini Páli 2 ára og Margréti Lilju 8 mánaða. Ég er sálfræðingur að mennt en hef auk þess unnið við kennslu og rannsóknir, ásamt því að sitja nú sem fulltrúi foreldra í leikskólanefnd Kópavogs. Helstu áhugamál mín eru útivist og ferðalög, en ég hef meðal annars starfað í björgunarsveit frá unglingsaldri, flakkað um heiminn með bakpoka í tólf mánuði og haldið jól í fimm heimsálfum. Ég er ekki hinn týpíski frambjóðandi sem hefur alltaf ætlað sér í stjórnmál, ég sá það reyndar bara alls ekki fyrir mér fyrir nokkrum árum síðan. Svo kynntist ég Pírötum í árdaga flokksins 2013 og heillaðist af grunngildum þeirra um gagnrýna hugsun, lýðræði og áherslu á að taka vel upplýstar ákvarðanir í samráði við þá sem málin varða. Ég var svo varaþingmaður á fyrsta kjörtímabili flokksins og sat á Alþingi í fjarveru Ástu Guðrúnar. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að búa til betra samfélag í Kópavogi. Uppáhalds málefni mín eru aukið íbúalýðræði og fjölgun gæðastunda fjölskyldna.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Norðfjörður, einnig þekktur sem 740 Paradís.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Neskaupstaður togar nú alltaf í mig þegar ég fer þangað enda er ég fædd þar og uppalin fyrstu fjórtán ár ævi minnar. Annars gæti ég líka hugsað mér að búa á Akureyri sem er að mínu mati mátulega stórt bæjarfélag og mitt á milli þeirra tveggja sem ég á rætur til.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst þessi spurning eins og ég ætti að gera upp á milli barnanna minna. Ég er ein af þeim sem lifi fyrir að borða frekar en að borða til að lifa. Ég elska mat, mér þykir flestur matur góður og sérstaklega ef ég nýt hans í góðum félagsskap.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Eins mikið og ég elska mat þá er ég ekki mikið fyrir að matreiða hann sjálf. Ég keypti mér þó hægsuðupott fyrir nokkrum árum og það klikkar aldrei að henda allskonar grænmeti, baunum, kókosmjólk og karrý í hann og bera fram með naan brauði.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Við tveggja ára sonurinn blöstum gjarnan Despacito og dönsum eins og brjálæðingar í stofunni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég á erfitt með þessa, það er eiginlega þrennt sem kemur til greina: 1) Ég lendi aldrei í neinu vandræðalegu, 2) Mér finnst fátt vandræðalegt, 3) Ég bæli minningar af vandræðalegum atvikum jafnóðum.Draumaferðalagið? Um þessar mundir þrái ég helst barnlaust frí eitthvert þar sem er hlýtt.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei. Ef lífið væri eilíft, myndi það ekki glata öllu sem gæfi því merkingu, strúktúr, skipulag eða tilgang? Ímyndaðu þér að þú borðir gómsæta kökusneið eða lesir góða bók. Það er dásamlegt, en eitt af því sem gerir það svo dásamlegt er að það tekur enda. Bók sem heldur áfram að eilífu eða kaka sem þú borðar út í hið óendanlega myndi fljótlega missa sjarmann. (Tilvitnun frá breska Húmanistafélaginu).Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég gisti hjá bestu vinkonu minni, ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára og hún sjö. Þegar við vorum að fara að fá okkur morgunmat opnaði hún skápinn og spurði mig „Hvort viltu Cheerios, Cornflakes... eða... eða þetta með kisumyndinni?”. Ég hef alltaf verið nýjungagjörn þegar kemur að mat (og aldrei átt kött!) svo ég valdi auðvitað þetta með kisumyndinni. Hún hellti í skál fyrir mig og horfði spennt á þegar ég tók fyrsta bitann. Ég bað um sykur út á og borðaði svo með bestu lyst!Hundar eða kettir? Hvort tveggja svo góð á sinn hátt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Pirates of the Caribbean.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Charlize Theron.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Greyjoy, því Asha (Yara í þáttunum) er mesti Píratinn, klár harðjaxl sem vill umbætur og hætta endalausu rupli og byggja upp.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já þegar ég var 14 ára gömul á tónlistarhátíð í Laugardalnum eitthvað aðeins of lengi frameftir. Var ekki með neinn usla, bara að labba á milli tónleikasvæða en var komin eitthvað umfam skilgreindan útivistartíma.Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er nýfallin fyrir Siggu Ey eftir að hafa séð hana á sviði. Hvílíkur kraftur!Sigurbjörg og átta mánaða dóttir hennar.Uppáhalds bókin? Perfume: The Story of a Murderer eftir Patrick Süskind.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gott rauðvín.Uppáhalds þynnkumatur? BBQ kjúklingaborgari á KFC.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning í sól.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki síðan ég var krakki!Hvaða lag kemur þér í gírinn? Son of a Preacher Man með Dusty Springfield.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Í stóra samhenginu er þetta líklega smávægilegt en fyrir þá sem þetta snertir er þetta stórt mál: Það er ekki nægt framboð af dagvistun fyrir börn að loknu fæðingarorlofi og engar greiðslur í boði fyrir foreldra á meðan þeir komast ekki til vinnu.Á að banna flugelda? Björgunarsveitakonan og barnið í mér segja nei en umhverfisverndarsinninn já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Harpa Þorsteinsdóttir, því hún lætur ekki samfélagslegan þrýsting vegna barneigna koma í veg fyrir að hún geri það sem hana langar til.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira