Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jarðböðin við Mývatn hafa notið vaxandi vinsælda. Vísir/VIlhelm Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00