Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jarðböðin við Mývatn hafa notið vaxandi vinsælda. Vísir/VIlhelm Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00