Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. maí 2018 07:00 Svona er áætlað að hinn umdeildi miðbær muni líta út eftir breytinguna. MYND/SIGTÚN ÞRÓUNARFÉLAG Íbúakosning um nýsamþykkt deiliskipulag miðbæjar Selfoss er í hnút vegna þess að áhöld eru um það hvort undirskriftasöfnun fyrir kosninguna hafi farið rétt fram. Í hinu nýja deiliskipulagi er gert ráð fyrir viðamiklum framkvæmdum í miðbænum þar sem endurbyggja á sögufræg hús, sem standa ekki lengur, víðs vegar af landinu. Andstæðingar þess telja að of þétt verði byggt á svæðinu og freistuðu þess að knýja fram íbúakosningu um málið. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er unnt að knýja fram slíka kosningu riti 20 prósent atkvæðabærra íbúa undir yfirlýsingu þess efnis. Sveitarfélagi er heimilt að hækka þann þröskuld en þó má hann aldrei vera hærri en þriðjungur kjósenda. Árborg hækkaði sinn þröskuld með 63. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Samkvæmt greininni þurfa 29 prósent að skrifa undir slíkan lista. Á fundi bæjarstjórnar 22. mars sl. var slík undirskriftasöfnun heimiluð. Mætti hún hefjast daginn eftir og vera lokið 20. apríl. Alls skrifuðu 29,4 prósent íbúa undir. Áhöld eru hins vegar uppi um hvort rétt hafi verið staðið að söfnuninni. Heimildir Fréttablaðsins herma að einhverjir íbúar telji að nafn sitt sé á listanum gegn þeirra vilja. Þá herma aðrir að þeir hafi talið sig vera að skrifa undir meðmælalista fyrir framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkar undirskriftir gætu hafa riðið baggamuninn við það að ná yfir 29 prósenta þröskuldinn.Ásta Stefánsdóttir„Það eina sem okkur hefur borist er afrit af bréfi frá Þjóðskrá um að farið hafi verið yfir undirskriftirnar. Þau gögn eru ekki næg heldur þurfa undirskriftalistarnir sjálfir að berast og sveitarstjórn að fara yfir þá samkvæmt ákvæðum reglugerðar um efnið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Árborg. Kassi með undirskriftum var afhentur lögreglu þann 20. apríl, hann innsiglaður og sendur Þjóðskrá. Sá var hins vegar sendur til baka og afhentur ábyrgðarmönnum á nýjan leik. Þeir skiluðu kassanum á ný þann 26. apríl. Kassinn var því óinnsiglaður um nokkurra daga skeið. „Við fengum kassann aftur þar sem það vantaði upp á að rafrænt afrit af listanum fylgdi með kassanum. Við töldum okkur hafa uppfyllt okkar skyldu strax í upphafi en það var einhver misskilningur með það,“ segir Davíð Kristjánsson, einn þriggja ábyrgðarmanna söfnunarinnar. Davíð segir að það sé alveg klárt mál að engar undirskriftir hafi bæst í kassann meðan rafrænn listi var útbúinn. Aðeins ábyrgðarmenn hafi haft aðgang að honum. Hann hafi heyrt af einhverri umræðu á netinu um að átt hefði verið við listann. „Sveitarstjórnin vill birta listann í heild sinni og það stendur í okkur. Við teljum réttara að Þjóðskrá setji upp einhverja gátt þar sem fólk getur staðfest undirskrift sína. Það þætti okkur eðlilegast til að koma í veg fyrir að þetta verði gert tortryggilegt,“ segir Davíð. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00 Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Íbúakosning um nýsamþykkt deiliskipulag miðbæjar Selfoss er í hnút vegna þess að áhöld eru um það hvort undirskriftasöfnun fyrir kosninguna hafi farið rétt fram. Í hinu nýja deiliskipulagi er gert ráð fyrir viðamiklum framkvæmdum í miðbænum þar sem endurbyggja á sögufræg hús, sem standa ekki lengur, víðs vegar af landinu. Andstæðingar þess telja að of þétt verði byggt á svæðinu og freistuðu þess að knýja fram íbúakosningu um málið. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er unnt að knýja fram slíka kosningu riti 20 prósent atkvæðabærra íbúa undir yfirlýsingu þess efnis. Sveitarfélagi er heimilt að hækka þann þröskuld en þó má hann aldrei vera hærri en þriðjungur kjósenda. Árborg hækkaði sinn þröskuld með 63. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Samkvæmt greininni þurfa 29 prósent að skrifa undir slíkan lista. Á fundi bæjarstjórnar 22. mars sl. var slík undirskriftasöfnun heimiluð. Mætti hún hefjast daginn eftir og vera lokið 20. apríl. Alls skrifuðu 29,4 prósent íbúa undir. Áhöld eru hins vegar uppi um hvort rétt hafi verið staðið að söfnuninni. Heimildir Fréttablaðsins herma að einhverjir íbúar telji að nafn sitt sé á listanum gegn þeirra vilja. Þá herma aðrir að þeir hafi talið sig vera að skrifa undir meðmælalista fyrir framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkar undirskriftir gætu hafa riðið baggamuninn við það að ná yfir 29 prósenta þröskuldinn.Ásta Stefánsdóttir„Það eina sem okkur hefur borist er afrit af bréfi frá Þjóðskrá um að farið hafi verið yfir undirskriftirnar. Þau gögn eru ekki næg heldur þurfa undirskriftalistarnir sjálfir að berast og sveitarstjórn að fara yfir þá samkvæmt ákvæðum reglugerðar um efnið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Árborg. Kassi með undirskriftum var afhentur lögreglu þann 20. apríl, hann innsiglaður og sendur Þjóðskrá. Sá var hins vegar sendur til baka og afhentur ábyrgðarmönnum á nýjan leik. Þeir skiluðu kassanum á ný þann 26. apríl. Kassinn var því óinnsiglaður um nokkurra daga skeið. „Við fengum kassann aftur þar sem það vantaði upp á að rafrænt afrit af listanum fylgdi með kassanum. Við töldum okkur hafa uppfyllt okkar skyldu strax í upphafi en það var einhver misskilningur með það,“ segir Davíð Kristjánsson, einn þriggja ábyrgðarmanna söfnunarinnar. Davíð segir að það sé alveg klárt mál að engar undirskriftir hafi bæst í kassann meðan rafrænn listi var útbúinn. Aðeins ábyrgðarmenn hafi haft aðgang að honum. Hann hafi heyrt af einhverri umræðu á netinu um að átt hefði verið við listann. „Sveitarstjórnin vill birta listann í heild sinni og það stendur í okkur. Við teljum réttara að Þjóðskrá setji upp einhverja gátt þar sem fólk getur staðfest undirskrift sína. Það þætti okkur eðlilegast til að koma í veg fyrir að þetta verði gert tortryggilegt,“ segir Davíð.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00 Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00
Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44